Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 15.4.2010. Efnisflokkur: Nýir bankar
Það er greinilegt að Íslandsbanki hefur gott svigrúm til að leiðrétta stökkbreytt lán landsmanna. Vonandi nýta þeir þennan góða hagnað til þess að gæta kjör og stöðu viðskiptavina sinna.
Annars sýnir þessi hagnaður, sem er alveg út úr kortinu, að bankinn er byrjaður að innheimta lán af meiri þunga, en kröfuhafar bankans gerðu ráð fyrir. Eignasöfnin eru annað hvort betri en gert var ráð fyrir eða að bankinn er að gera nákvæmlega það sem ég spáði fyrir á síðasta ári, að nota afsláttinn frá kröfuhöfum til að búa til hagnað á komandi árum. Kaldhæðnin í því er að þannig er verið að endurgreiða kröfuhöfum afsláttinn, en það er þvert á það sem lagt var upp með.
Hitt er athygli vert, að bankinn viðurkennir, að ekki er innistæða fyrir því að innheimta hækkun höfuðstóls lána vegna veikingar á krónunni. Hann segist raunar hafa bakfært það allt sem "virðisrýrnun vegna skertrar greiðslugetu lántaka með tekjur í íslenskum krónum en lán í erlendum mynt", eins og segir í fréttinni. Mér sýnist þetta þýða, að bankinn telji ekki líklegt að stökkbreyting höfuðstóls gengistryggðra lána innheimtist og því er mér spurn: Af hverju er þá breyting höfuðstóls ekki bara færð niður hjá viðskiptavinum bankans? Hvers vegna er verið að færa þess 11 milljarða í virðisrýrnun, en þeim er haldið áfram sem kröfu á heimilin í landinu?
Færslan var skrifuð við fréttina: Aðrsemi eiginfjár 30% hjá Íslandsbanka