Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 11.3.2010. Efnisflokkur: Dómsmál, Bankahrun
Hún er allra athygli verð frétt Morgunblaðsins um ungu mennina tvo sem stálu 2 milljónir úr spilakössum og fá fyrir það og ýmis önnur afbrot 8 og 12 mánaða fangelsi. Langar mig að endursegja þessa frétt undir öðrum formerkjum, þ.e. fjalla um hryðjuverkamennina sem lögðu efnahag landsins í rúst.
Fréttin hljóðar þá svona í endurritun minni:
Read more
Samkvæmt frétt Morgunblaðsins meta formenn skilanefnda banka að "áhrifin yrðu óveruleg, hvernig sem endanlegar dómsniðurstöður yrðu" varðandi lögmæti gengistryggðra lána. Má þá spyrja hvers vegna bankarnir geta ekki bara komið strax til móts við lántaka og leiðrétt lánin í samræmi við þann forsendubrest sem flestir eru sammála um að hafi orðið…
Read more
Hún er merkileg þessi hræðsla manna við að afnema verðtrygginguna af lánum. Á sínum tíma tók það dagstund á Alþingi að afnema verðtryggingu launa. Þá skipti engu máli, þó fólk hefði gert framtíðaráætlanir sínar miðað við að laun væru verðtryggð…
Read more
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 26.2.2010. Efnisflokkur: Svindl og svik
Hér finnst mér borgleggjandi að Jón Ásgeir Jóhannesson hafi þurft að gefa þessa eftirgjöf upp til skatts eða ef þetta var gjöf, þá hafi hún verið skattskyld. Ríkisskattsstjóri hefur gefið upp að heimilin í landinu verði að greiða skatt verði eignamyndun af leiðréttingu lána uppfylli sú leiðrétting ekki skilyrði skattsins. Hann hefur einnig gefið út að þeir þeir stafsmenn Kaupþings, sem fengu niðurfellingu ábyrgða, þurfi að greiða skatt vegna þess.
Read more
Í nýlegum fjárnámsúrskurði mat fulltrúi sýslumannsins í Reykjavík eign, sem bent var á, langt undir fasteignamat eignarinnar. Samkvæmt skrá Fasteignaskrár Íslands er fasteignamat eignarinnar kr. 27.550.000, fulltrúi sýslumanns mat hana á 20 m.kr. Í þessu tiltekna máli skipti þetta ekki sköpum, þar sem staða lána (uppfærð miðað við dagsgengi) var vel umfram hærri töluna…
Read more
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 23.2.2010. Efnisflokkur: Rökleysa
Ég hvet alla að lesa grein Jóns Þorvarðarsonar, verkamanns, sem birt er í Morgunblaðinu í dag. Óhætt er að segja að hann hrauni yfir Hróbjart Jónatansson, lögmann Avant, í grein sinni, en Hróbjartur staðhæfir í greinargerð unninni fyrir Avant að bílalán fyrirtækisins séu afleiður. Sannast með þessu að stundum eru menn "too smart for their own good".
Read more
Steingrímur sagði ekki ég, Kalli sagði ekki ég, Guðmundur sagði ekki ég og Þór sagði ekki ég. Munurinn á þessu og litlu gulu hænunni er að enginn gengst við verkinu. Þetta minnir óþyrmilega á dópsala neita því að hafa flutt inn dópið sem fannst í hreysi þeirra…
Read more
Seðlabanki Íslands tók saman heilmikið af tölu í fyrra vor og voru þær kynntar með pompi og prakt um miðjan júní. Um þá kynningu sá Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hagfræðingur hjá Seðlabankanum. Samkvæmt niðurstöðum bankans var staða heimilanna ekki svo slæm. Sem sæmilega talnaglöggum manni, áttaði ég mig á því að ekki var hægt að draga slíka ályktun út frá þeim upplýsingum sem voru birtar…
Read more
Mikið hefur verið rætt um getu bankanna til að koma til móts við viðskiptavini sína vegna stökkbreytingu lána. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn birti í skýrslu um fyrstu endurskoðun sjóðsins, sem kom út í byrjun nóvember, mat sjóðsins á getu bankanna…
Read more
Það er með ólíkindum þetta plott nokkurra ósvífinna einstaklinga/eignarhaldsfyrirtækja að kaupa fyrirtæki af sjálfum sér með skuldsettri yfirtöku til þess eins að mjólka nokkra tugi milljarða út úr bankanum sínum…
Read more
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 18.2.2010. Efnisflokkur: Gengistrygging
Enn og einu sinni fer Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, í orðaleik til að komast hjá því að taka upp hanskann fyrir lántaka í landinu. Hann á að vita betur en svo að tala um gengistryggð lán sem lán í erlendri mynt. Hann á líka vita betur en svo að halda, að erlendur gjaldeyrir hafi skipt um hendur í slíkum gjörningum. Það gerðist ekki.
Read more
Ég á stundum í mestu erfiðleikum með að skilja Gylfa Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra. Hér kemur enn eitt atriðið sem ég skil ekki í málflutningi hans. Hann heldur því fram í ræðustóli á Alþingi að…
Read more
Það er nú kannski að æra óstöðugan að koma með enn eina færsluna um þessa deilu um gengistryggðu lánin, en ég má til. Í umræðu undanfarna daga, þá hefur mörgum reynst hált á svellinu þegar kemur að því að ákveða hvað þessir fjármálagjörningar kallast…
Read more
Í tæp níu ár hefur verið ólöglegt að gengistryggja lánasamninga. Þrátt fyrir það hafa fjármálafyrirtæki boðið slíka samninga. Ég er með í skjölum hjá mér afrit af slíkum samningi um bílakaup frá árinu 2001. Ég gerði ekki þann samning, heldur keypti bílinn af þeim sem gerði samninginn og byrjaði á því að gera samninginn upp…
Read more
Ég, eins og fleiri, hóf að líta um öxl á orsakir bankahrunsins í lok september og boðaði þá í færslunni Dagurinn sem öllu breytti, að ég myndi birta skoðun mína á 12 atriðum, sem ég tel mestu skipta. Ég hef þegar birt þrjár færslur, þ.e. Hrunið - hluti 1: Peningamálastjórnun Seðlabanka Íslands og íslenska flotkrónan og Hrunið 2: Einkavæðing bankanna í október og í byrjun árs birti ég síðan eina færslu Hrunið - hluti 3: Regluverk og eftirlit með fjármálafyrirtækjum…
Read more
Nú er fallinn dómur þar sem kveðið er úr um að verðtrygging lána við gengi, svo kölluð gengistrygging, sé á skjön við ákvæði 13. og 14. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðbætur. Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, tjáir sig um þessa niðurstöðu í frétt mbl.is og segir þar…
Read more
Það ber að fagna þessari niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur. Í dómnum er tekið undir þau sjónarmið sem Hagsmunasamtök heimilanna hafa bent á síðustu 10 mánuði. Eins og kemur fram í annarri færslu hjá mér frá því fyrr í kvöld um þetta mál (sjá Gengistrygging dæmd ólögleg!), þá er á morgun (13. febrúar) nákvæmlega ár síðan ég vakti fyrst athygli á ákvæðum 13. og 14. gr. vaxtalaga nr. 38/2001…
Read more
Áslaug Björgvinsdóttir, settur héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, kvað upp þann úrskurð í dag að…
Read more
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 11.2.2010. Efnisflokkur: Hagsmunabarátta
Er að eiga sér stað hallarbylting hjá ASÍ? Miðstjórn samtakanna krefst aðgerða stjórnvalda til að bregðast við greiðsluvanda heimilanna! Það er sagt að góðir hlutir gerist hægt og kannski sýnir þessi krafa ASÍ það. Um þessar mundir eru 2 ár frá hruni gengisins, 16 mánuðir frá hruni bankakerfisins og rúmir 9 mánuðir frá því að Hagsmunasamtök heimilanna (HH) sendu áskorun til launþegahreyfingarinnar að taka undir kröfur samtakanna um aðgerðir til handa heimilum landsins.
Read more
Ég hef aldrei upplifað eins ástand og núna er í þjóðfélaginu. Hver afhjúpunin á fætur annarri um viðskipti svo kallaðra auðmanna, þar sem í ljós kemur að þeir áttu ekkert annað en nafnið, veltur yfir landsmenn. Ólafur Ólafsson átti ekki einn aur í því sem notað var til að kaupa hlutabréf í hinu eða þessu fyrirtæki…
Read more