Ég er einn af þeim sem skil ekki slag Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ) við íslenskan landbúnað. Þessi slagur gengur út á að bera kostnað neytenda í örsamfélagi saman við kostnað neytenda í milljóna samfélögum. Mér finnst sá samanburður rangur og nær væri að skoðað verð á kjúklingabringum á Borgundarhólmi, norður Jótlandi og í Færeyjum. En látum það liggja á milli hluta…
Read more1. maí haldinn hátíðlegur í 90 ár á Íslandi
Birt á Moggablogginu 1.5.2013 - Efnisflokkur: Atvinnulífið
Í dag er 1. maí, frídagur verkalýðsins. Á þessum degi hafa fyrst verkalýður og síðan launþegar safnast saman um allan heim í yfir 120 ár, misjafnlega lengi í hverju landi. Hér á landi var dagurinn fyrst haldi hátíðlegur 1923. Já, í 90 ár hefur verkalýður og síðar almennir launþegar komið saman á þessum degi til að krefjast úrbóta.
Read moreEf það væri persónukjör..
Birt á Moggablogginu 26.4.2013 - Efnisflokkur: Stjórnmál
Ég hef verið að skoða listana sem eru í framboði fyrir komandi kosningar í Suðvesturkjördæmi, þar sem mér er náðarsamlegast leyft að kjósa, þó ég hafi lögheimili í Danmörku. Ég viðurkenni fúslega, að á flestum listum eru einstaklingar sem ég myndi gjarnan vilja sjá inni á þingi, en líka aðrir sem mér hryllir við að eigi möguleika á þingsæti.
Read moreBrýnustu málin eftir kosningar - endurbirt færsla með viðbót
Mig langar að endurbirta hér færslu sem ég birti fyrir fjórum árum nánast upp á dag, þ.e. 23. apríl 2009. Klippi þó ofan af henni efsta hlutann, þar sem hann er um borgarafund sem var tilefni færslunnar og felldi út atriði sem voru bundin við tíma. Færslan snýst um þau mál sem ég taldi brýn fyrir síðustu kosningar og sýnist mér ansi þau vera enn á listanum fyrir kosningarnar framundan…
Read moreSnjóhengjan
Birt á Moggablogginu 19.4.2013 - Efnisflokkur: Skuldir þjóðarbúsins
Ekki er loku fyrir það skotið, að orðið snjóhengja hafi hlotið nýja merkingu í íslensku máli. Hefðbundið hafa snjóhengjur ógnað lífi og limum fólks þar sem mikið hefur snjóað og snjóflóðahætta myndast.
Read moreHverjir hagnast mest á niðurfærslu skulda heimilanna?
Margir hafa vaðið á súðum og óskapast yfir því að þeir sem hagnist mest á almennri niðurfærslu skulda séu þeir sem skulda mest. Örugglega má finna einhver rök fyrir slíku, en ég er langt frá því að vera sannfærður um að svo sé…
Read moreHver er vandi heimilanna og hvað þarf að gera?
Mikið fer fyrir umræðunni um stöðu heimilanna í kosningaumfjöllun. Flestir flokkar hafa einhverja skoðun á málinu, en ekki allt of margir þá þekkingu sem nauðsynleg er, ef taka á afstöðu til jafn mikilvægs máls. Einn frambjóðandi sagði í sjónvarpssal um daginn að ekki væri búið að greina hver staðan er, annar segir að lítið hafi farið fyrir umræðunni um þá verst settu, þá vilja sumir ekki bjarga þeim sem eiga sæmilega til hnífs og skeiðar og loks kemur þessi umræða um að almenn niðurfærsla komi þeim ríkustu best…
Read moreAð þreyta laxinn - Fólk og fyrirtæki farið að þrjóta örendið
Af erindum sem ég hef fengið nýlega má lesa að fjármálafyrirtækin eru farin að ná árangri við að "þreyta laxinn". Bæði fólk og fyrirtæki hefur þrotið örendið og eru komin í þá stöðu, að betra er að taka einhverjum samningi en réttum samningi. Betra er að fá strax aðgang að hluta fjármunanna en að bíða eftir Hæstaréttardómum og fá það sem fjármálafyrirtækjunum mun þá detta í hug að túlka viðkomandi dómar þýði. Fólk og fyrirtæki eru til í að afsala hluta krafna sinna en losna í staðinn úr gíslingu fjármálafyrirtækjanna…
Read moreAllt byggt á blekkingum og svikum - endurbirtur pistill
Birt á Moggablogginu 25.3.2013 - Efnisflokkur: Bankahrun
Nú hefur sérstakur saksóknari birt ákærur á hendur fyrrverandi stjórnendum og starfsmönnum tveggja hrunbanka, þ.e. Landsbanka Íslands og Kaupþings. Hef ég þegar lesið að mestu í gegn um helming ákærunnar gegn Landsbankamönnum og verður ekki sagt annað en að hugkvæmnin í svikunum er ekki mikil.
Read moreHvernig er hægt að vera í vanskilum, þegar maður fékk aldrei rétta greiðslukröfu?
Fjármálaeftirlitið er að greina "vanskil" fólks og fyrirtækja. Ætli Fjármálaeftirlitið tali um vanskil, þegar neitað er að greiða af rangt reiknuðum lánum? Ég veit um ansi marga sem hafa ekki fengið rétta greiðsluseðla frá ársbyrjun 2008. Ég reikna með að þeir sem hafa nýtt rétt sinn og neitað að greiða ólöglega reiknaðar kröfur, teljist í bókum fjármálafyrirtækjanna og Fjármálaeftirlitsins hafa verið í vanskilum. Í mínum huga getur viðskiptavinur aðeins verið í vanskilum hafi hann neitað að greiða löglega kröfu…
Read moreVer verðtrygging sparnað landsmanna?
Allir eru líklegast sammála því að mikilvægt er að verja sparnað landsmanna. Hef ég verið þar í fararbroddi frá því haustið 2008. Munurinn á mér og mörgum öðrum er að ég vildi freista þess að verja eins og kostur er allan sparnað…
Read moreÓsanngjarna skilmála í neytendasamningi ber að fella niður óbætta
Í úrskurði sínum í máli C-618/10 talar Evrópudómstóllinn (ECJ) um ósanngjarna skilmála (unfair terms) í neytenda samningum. Hann telur að ákvæði um 27% dráttarvexti sé ósanngjarn skilmáli í lánssamningi! Mér þætti áhugavert að fá álit ECJ á sanngirni verðtryggingarinnar í íslenskum neytenda samningum eða Seðlabankavaxta, þ.m.t. dráttarvaxta og stýrivaxta Seðlabankans í gegn um tíðina Verst er að við Íslendingar getum ekki leitað til ECJ nema í afbrigðilegum tilfellum…
Read moreÚrtölu fólk segir: Ekki hægt! Við hin segjum: Finnum leið, svo það sé hægt!
Birt á Moggablogginu 3.3.2013 - Efnisflokkur: Fúll á móti
Í fimm ár hafa heimilin í landinu mátt kljást við mikla hækkun lána sinna. Þessa hækkun má rekja til umfangsmikilla lögbrota sem fram voru af eigendum og stjórnendum Glitnis, Kaupþings og Landsbanka Íslands og fjölmargra annarra smærri fjármálafyrirtækja á árunum 2004 til ársbyrjunar 2008
Read moreTjón lífeyrisþega af hruninu leyst með tillögum Gylfa A fyrir lántaka
Birt á Moggablogginu 24.2.2013 - Efnisflokkur: Skuldamál heimilanna, Lífeyrissjóðir
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, ritar grein sem birt er á Pressunni. Hún heitir Í þágu hverra heimila? og fjallar um kröfu lántaka um leiðréttingu lána heimilanna. Margt í þessari grein er mjög þarft innlegg í umræðuna, en því miður heggur hann enn í saman knérum þegar hann segir að ekki hafi allir þörf á leiðréttingunni.
Read moreDauði verðtryggðra neytendalána
Birt á Moggablogginu 16.2.2013 - Efnisflokkur: Verðtrygging
Í meira og minna rúm fjögur ár hefur hópur fólks haldið upp baráttu fyrir því að stökkbreytt lán heimilanna verði leiðrétt. Stjórnvöld slógu skollaeyrum við óskum okkar og áeggjan, enda virtust orð forsvarsmanna fjármálafyrirtækjanna vega þyngra í þessari umræðu, en baráttufólks fyrir sanngirni og réttlæti.
Read moreLandsbanki Íslands átti alla sök á Icesave og falli sínu
Stóri dómur féll á mánudag og niðurstaðan var jákvæð fyrir efnahag Íslands. Ekki verður gerð krafa á ríkissjóð að hann standi í ábyrgð fyrir skuldum Landsbanka Íslands við breska og hollenska innstæðueigendur vegna innstæðna á Icesave reikningunum. Ekki verður heldur gerð krafa á ríkið vegna mismununar milli innstæðueigenda eftir því hvort þeir væru með viðskipti sín á bankareikningum hér á landi eða á Icesave reikningum…
Read moreÁbyrgð ríkissjóðs á Icesave hafnað
Fagna ber niðurstöðu EFTA dómstólsins í þessu máli og er óhætt að segja að hér hafi Davíð lagt Golíat. Áhugavert er að sjá, að dómstóllinn heldur sig í rökleiðslu sinni mjög stíft við innihald tilskipunar 94/19/EB. Þar fer því að mínu viti saman lagahyggja og rökhyggja…
Read moreÁ ósvífnin sér engin takmörk?
Svipan birti frétt í gær laugardag undir fyrirsögninni Lánveitandinn reyndi að innheimta afborganir af skuldabréfi sem hann hafði selt. Í fréttinni er því haldið fram að a.m.k. eitt fjármálafyrirtæki og líklegast fleiri hefðu haldið áfram að innheimta lán, sem þau áttu alls ekki og höfðu því engan rétt á að innheimta. Fjármálafyrirtækin eru ekki nefnd á nafn, en sagt berum orðum að um banka sé að ræða…
Read moreEldfjöll á Íslandi - Allt frá hurðasprengjum upp í stærstu bombur en ekki dómsdagssprengjur
Undanfarin tæp tvö ár hafa birst af og til fréttir um ógnir sem stafa af íslenskum eldfjöllum. Sjálfur ritaði ég ráðherrum núverandi ríkisstjórnar nokkra tölvupósta, þar sem ég hvatti þá til að fara í vinnu við áhættumat vegna eldfjalla. Sú vinna er núna komin í gang, en ég verð að viðurkenna að mér finnst 20 ár nokkuð langur tími til verksins…
Read more