Innbrotið á vef Vodafone hefur heldur betur hrist upp í þjóðfélaginu. Veitti svo sem ekki af. Upplýsingaöryggismál hafa ekki beint verið í brennideplinum undanfarin ár fyrir utan góða umfjöllun Kastljóss fyrir um tveimur árum. Nú var sem sagt þjóðin vakin upp af værum blundi, vegna þess að SMS-skilaboð komust í rangar hendur og hnýsni landans gekk út yfir allan þjófabálk…
Read more
Vinnuhópur ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar um skuldamál heimilanna hefur skilað skýrslu sinni. Hún lofar í flestum atriðum góðu, þó svara þurfi fjölmörgum spurningum, sem nefndarmenn hafa ekki haft hugmyndaflug til að spyrja eða vildu ekki flækja niðurstöðuna og skýringar sínar of mikið…
Read more
Nú fer að styttast í að sérfræðingahópur um leiðréttingu verðtryggra húsnæðislána heimilanna skili af sér. Úr öllum hornum hafa sprottið upp einstaklingar sem sjá þessu allt til foráttu án þess að koma með nein haldgóð rök. Ég vil leyfa mér að kalla þetta bábiljur og langar að fjalla aðeins um þær helstu…
Read more
Þau tíðkast hin breiðu spjót. Vegið er til hægri og vinstri að einstaklingum fyrir að þeir séu þar sem þeir eru en ekki aðrir sem ættu að þykja hæfari.
Ég hef oft sagt að eitt stærsta vandamál Íslands sé skortur á hæfu fólki. Hef ekkert breytt þeirri skoðun minni. En ég hef á móti sagt að ekki sé rétt að vega að því fólki sem er í sínum stöðum, ef það er að gera sitt besta…
Read more
Fyrirsögnin er tekin úr texta lags David Bowie Five Years eftir Tony Hiller og Byron Hill. Hún lýsir hugarástandi mínu núna 5 árum eftir hrun bankakerfisins. Það er nefnilega þannig, að mér finnst ég engu nær um þá fáránlegu stöðu sem fáeinir vanvitar komu Íslandi í og hvernig hefur verið unnið úr henni…
Read more
Nýtt gullæði er hafið á Íslandi og er það í formi ferðamanna sem sækja landið heim. Sem leiðsögumaður og áhugamaður um uppbyggingu ferðaþjónustu á Íslandi, þá hefur mér gefist færi á að fylgjast með þessari þróun hin síðari ár. Ég tel mig þó engan sérfræðing um þessi málefni, en á móti þá þarf maður ekki að vera slíkur sérfræðingur til að sjá hvar skóinn kreppir að svo hægt sé að taka á móti auknum fjölda ferðamanna með sómasamlegum hætti…
Read more
Ég er í þeim sporum að horfa á þróunina á Íslandi utan frá. Er ekki í hringiðunni og upplifi því ekki það þunglyndi og neikvæðni sem Íslendingar sem ég hitti hér í Danmörku tala um. Eiginlega er ég feginn að hitta ekki fleiri en raun ber vitni.
Allir þeir Íslendingar sem ég tala við, segja mér sömu söguna. Ástandið fer versnandi hjá a.m.k. verulegum hluta þjóðarinnar. Skiptir ekki máli hvort talað er um sæmilega efnað fólk eða sauðsvartan almenning. Ástandið er ekki gott…
Read more
Nú styttist í að 5 ár séu frá hruni. En er stór hluti íslenskra heimila í spennutreyju fjármálafyrirtækja og endurvakninga þeirra. Í fyrra vor var farið í mikla vinna til að finna prófmál svo hægt væri að útkljá óleystan ágreining varðandi gengistryggð lán. Ekki tókst nú betur til en svo, að fjármálafyrirtækin fengu að ráða hvaða málum væri stefnt og síðan hafa þau líka fengið að ráða hvaða mál voru felld niður…
Read more
Loksins er farið að renna upp fyrir þorra manna að gjaldeyrisstaða þjóðarinnar er grafalvarleg. Ég hef reynt að vekja athygli á þessu nokkrum sinnum, en fyrstur til að benda á þetta var Haraldur Líndal Haraldsson, hagfræðingur. Það var á vormánuðum 2009. Þá lagði nánast enginn við hlustir og Seðlabankinn gaf út sérstaka greinargerð til að sýna hve auðvelt væri fyrir þjóðina að standa undir Icesave skuldbindingur Svavarssamningsins. Þessi greinargerð er hin mesta skemmtilesning í dag…
Read more
Ýmsir aðilar hafa setið í næstum fjögur ár, að því segir í frétt á ruv.is, við að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að samræma lífeyrissjóðakerfið. Ég veit ekki alveg hvað menn sjá svona aðdáunarvert við lífeyrissjóði opinberra starfsmanna, en það er annað mál. Eftir fjögurra ára vinnu, þá eru menn búnir að komast því að hugmyndir sem birtar voru í skýrslu gefinni út af Samtökum atvinnulífsins fyrir 7 árum eru bara það besta sem til er. Nú þær hugmyndir komu frá ASÍ í undirbúningsvinnu vegna kjarasamninga einhverjum árum áður…
Read more
Við hrun bankakerfisins haustið 2008 þá glataðist ýmislegt. Við viðurkennum líklegast öll að traustið hvarf og tortryggni kom í staðinn. Mannúð vék fyrir hörku. Mannorðsmorð voru framin hægri vinstri. En ekki síst þá varð til ný tegund misréttis, þ.e. þeirra sem fengu skuldir lækkaðar og þeirra sem fengu þær ekki lækkaðar…
Read more
Já, hún er kominn skýrslan um Íbúðalánasjóð. Á fréttamannafundi, þar sem skýrslan var kynnt, voru höfð stór orð um ýmsa hluti. Ekkert fer á milli mála að mörg mistök voru gerð og staða sjóðsins er grafalvarleg. Mér finnst aftur ekki hjálpa mikið ef litið er framhjá mikilvægum efnisatriðum og farið rangt með önnur. Langar mig að fjalla hér um nokkur atriði sem mér sýnist ýmist lítið vera fjallað um, ekkert eða farið rangt með…
Read more
Áhugavert að opinberað sé að menn hafi gengið of harkalega að náttúrunni í tengslum við Hellisheiðavirkjun. Teygt sig lengra í nýtingu jarðvarmarýma, en þau leyfðu. Ekki tók það langan tíma.
Ómar Ragnarsson er ítrekað búinn að vara við þessu og menn úr orkugeiranum hafa afgreitt þá gagnrýni sem óþarfa áhyggjur. Nú kemur í ljós að hann hafði rétt fyrir sér. Ætli það sama eigi við um önnur svæði, þar sem Ómar hefur bent á svipaða hluti, sbr. Reykjanesvirkjun…
Read more
Ég er einn af þeim sem skil ekki slag Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ) við íslenskan landbúnað. Þessi slagur gengur út á að bera kostnað neytenda í örsamfélagi saman við kostnað neytenda í milljóna samfélögum. Mér finnst sá samanburður rangur og nær væri að skoðað verð á kjúklingabringum á Borgundarhólmi, norður Jótlandi og í Færeyjum. En látum það liggja á milli hluta…
Read more
Mig langar að endurbirta hér færslu sem ég birti fyrir fjórum árum nánast upp á dag, þ.e. 23. apríl 2009. Klippi þó ofan af henni efsta hlutann, þar sem hann er um borgarafund sem var tilefni færslunnar og felldi út atriði sem voru bundin við tíma. Færslan snýst um þau mál sem ég taldi brýn fyrir síðustu kosningar og sýnist mér ansi þau vera enn á listanum fyrir kosningarnar framundan…
Read more
Margir hafa vaðið á súðum og óskapast yfir því að þeir sem hagnist mest á almennri niðurfærslu skulda séu þeir sem skulda mest. Örugglega má finna einhver rök fyrir slíku, en ég er langt frá því að vera sannfærður um að svo sé…
Read more
Mikið fer fyrir umræðunni um stöðu heimilanna í kosningaumfjöllun. Flestir flokkar hafa einhverja skoðun á málinu, en ekki allt of margir þá þekkingu sem nauðsynleg er, ef taka á afstöðu til jafn mikilvægs máls. Einn frambjóðandi sagði í sjónvarpssal um daginn að ekki væri búið að greina hver staðan er, annar segir að lítið hafi farið fyrir umræðunni um þá verst settu, þá vilja sumir ekki bjarga þeim sem eiga sæmilega til hnífs og skeiðar og loks kemur þessi umræða um að almenn niðurfærsla komi þeim ríkustu best…
Read more
Af erindum sem ég hef fengið nýlega má lesa að fjármálafyrirtækin eru farin að ná árangri við að "þreyta laxinn". Bæði fólk og fyrirtæki hefur þrotið örendið og eru komin í þá stöðu, að betra er að taka einhverjum samningi en réttum samningi. Betra er að fá strax aðgang að hluta fjármunanna en að bíða eftir Hæstaréttardómum og fá það sem fjármálafyrirtækjunum mun þá detta í hug að túlka viðkomandi dómar þýði. Fólk og fyrirtæki eru til í að afsala hluta krafna sinna en losna í staðinn úr gíslingu fjármálafyrirtækjanna…
Read more
Fjármálaeftirlitið er að greina "vanskil" fólks og fyrirtækja. Ætli Fjármálaeftirlitið tali um vanskil, þegar neitað er að greiða af rangt reiknuðum lánum? Ég veit um ansi marga sem hafa ekki fengið rétta greiðsluseðla frá ársbyrjun 2008. Ég reikna með að þeir sem hafa nýtt rétt sinn og neitað að greiða ólöglega reiknaðar kröfur, teljist í bókum fjármálafyrirtækjanna og Fjármálaeftirlitsins hafa verið í vanskilum. Í mínum huga getur viðskiptavinur aðeins verið í vanskilum hafi hann neitað að greiða löglega kröfu…
Read more