Birt á Moggablogginu 27.10.2016 - Efnisflokkur: Framtíðin
Í þriðja sinn eftir hrun er gengið til kosninga. Í þriðja sinn eru uppi kröfur (a.m.k. háværra) hópa um umbætur. Ég vil hins vegar vara enn og einu sinni vara við því, að ætt sé í umbætur nema markmiðið sé ljóst.
Read more
Birt á Moggablogginu 20.7.2016 - Efnisflokkur: Hagstjórn - Seðlabankinn
Mánudaginn 18. júlí birti Morgunblaðið grein eftir Eric Stubbs, fjármálaráðgjafa og sjóðsstjóra hjá Royal Bank of Canada í New York (greinin er í viðhengi við þessa færslu). Í grein sinni fjallar Stubbs um meginvexti (stýrivexti) Seðlabanka Íslands og gerir að því skóna að þeir ættu að vera 3,75-4,0% í staðinn fyrir 5,75% eins og Seðlabankinn hefur haldið vöxtunum í nokkuð langan tíma.
Read more
Birt á Moggablogginu 9.7.2016 - Efnisflokkur: Ferðalög
Strax og ljóst var að íslenska karlalandsliðið í fótbolta hafði tryggt sér þátttökurétt í úrslitakeppni EM 2016, þá var byrjað að velta fyrir sér að fylgja liðinu eftir. Það er meira en að segja það að fara á svona keppni og því þurfti að skoða ýmis atriði. Fyrsta var náttúrulega að fá miða á leiki liðsins, ekki síður þurfti að ákveða á hve marga leiki ætti að fara (miðað við árangur liðsins) og síðan var það ferðamátinn.
Read more
Ég hef oft velt fyrir mér hvers vegna vísitala neysluverðs er notuð til að mæla verðgildi peninga. Nú er ég ekki að tala um hina íslensku vísitölu neysluverðs, heldur svona almennt.
Vísitala neysluverðs er í flestum löndum til að mæla verðbólgu, en hvaða verðbólgu er verið að mæla? Jú, það er verið að mæla neysluverðbólgu. Verðbreytingar á neysluvörum heimilanna. Það er ekki verið að mæla nema að hluta verðbreytingar sem fyrirtæki verða fyrir, sveitafélög eða ríkið. Hvað koma verðbreytingar á neysluvörum heimilanna verðgildi peninga við? Ekki neitt…
Read more
Löng sorgarsaga hjónanna Ástu Lóu Þórsdóttur og Hafþórs Ólafssonar hefur verið birt. Hún er merkileg yfirlestrar, því hún sýnir úrræðaleysi stjórnvalda og vald fjármálastofnana. Ég þekki því miður of margar svona sögur og eina af eigin raun…
Read more
Boltinn er byrjaður að rúlla. Umræðan um húsnæðisliðinn í núverandi mynd í vísitölu neysluverðs (VNV) er komin af stað. Ég ætla að birta hér á blogginu hluta úr bók sem ég er að vinna að, og vonandi er ekki of langt í, þar sem ég skoða m.a. afleiðingarnar fyrir þjóðfélagið, að húsnæðisliðurinn er reiknaður eins gert er í VNV. Hér er þó eingöngu horft til þess hvernig hann er reiknaður. (Ath. þetta er uppfærð færsla og talsvert mikið breytt í framhaldi af því að ég sendi fyrirspurnir um efnið til Hagstofunnar.)…
Read more
Ég held að fyrir flesta, sem fæðst hafi á Íslandi, hafi það verið blessun. Ég held líka að fyrir marga, sem til Íslands hafa flutt, hafi það verið heillaspor. Ég held að fyrir flesta sé ótrúlega gott að búa á Íslandi.
Kostir lands og þjóðar eru óendanlega margir. Byrjum á friðsældinni og örygginu. Hingað barst vissulega stríðið í seinni heimstyrjöldinni og ógnir þess bitnuðu harkalega á sæfarendum. Þar á undan voru það Alsíringarnir, sem kallaðir voru Tyrkir, sem komu hingað 1627…
Read more
Umdeildasta skjal á Íslandi þessa daganna er "Skýrsla formanns og varaformanns fjárlaganefndar"/"Skýrsla meirihluta fjárlaganefndar"/"Skýrsla Vigdísar Hauksdóttur" allt eftir því hvaða titil fólk notar. Hún hefur verð úthrópuð að sumum sem algjört bull og af öðrum sem ærumeiðingar. Mig langar að fjalla um það sem er umfram þessar upphrópanir…
Read more
Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í Hringbraut 31. ágúst sl. (sjá hér klippu Láru Hönnu Einarsdóttur af viðtalinu). Mig eiginlega hryllir við því sem hann segir í viðtalinu.
Víðast í heiminum, þá gengur efnahagstefna stjórnvalda út á að styrkja útflutningsatvinnugreinar og tryggja samkeppnishæfni innlendra fyrirtækja gagnvart innflutningi. Stjórnvöldum þykir eftirsóknarvert að vegur þessara atvinnugreina sé góður, að góður gangur í atvinnulífinu almennt og eftirspurn eftir útflutningsvörum og -þjónustu…
Read more
Ég held stundum að fulltrúar Seðlabankans í Peningastefnunefnd, þ.e. bankastjóri, aðstoðarbankastjóri og aðalhagfræðingur, treysti því að (fjölmiðla)fólk sé fífl og þeir geti sagt hvaða vitleysu sem er á fjölmiðlafundum eftir vaxtaákvarðanir, þar sem fjölmiðlafólk sem þá sæki, hafi ekki næga þekkingu á málefninu til að reka ofan í seðlabankamenn ýmsa vitleysu sem frá þeim kemur…
Read more
Verðtryggingin var sett á vegna þess að Seðlabankinn og stjórnmálamenn vildu ekki hækka vexti. Helsta ástæðan var líklega, að stjórnmálamenn töldu sjávarútvegsfyrirtækin ekki geta ráðið við að greiða þá vexti sem héldu í við verðbólguna. Verðtryggingin átti að vera bráðabirgðalausn sem varði í stuttan tíma. Núna eru liðin rúmlega 42 ár og bráðabirgðalaunin er nokkuð þaulsetin.
Í greininni vitna ég í skrif Sigurgeir Jónssonar, hagfræðings Seðlabankans á þeim árum, í ritinu Fjármálatíðindi maí-júlí 1977. Takið því ekki mín orð fyrir því, að verðtryggingin hafi verið röng lausn á þeim vanda sem menn stóðu frammi fyrir. Hins vegar var rétta lausnin innleidd árið 1986 með vaxtafrelsinu. Þá hefði um leið átt að afnema verðtrygginguna. Eftir að vaxtafrelsi var komið á, var verðtryggingin óþörf.
Read more
Mánudaginn 18. júlí birti Morgunblaðið grein eftir Eric Stubbs, fjármálaráðgjafa og sjóðsstjóra hjá Royal Bank of Canada í New York (greinin er í viðhengi við þessa færslu). Í grein sinni fjallar Stubbs um meginvexti (stýrivexti) Seðlabanka Íslands og gerir að því skóna að þeir ættu að vera 3,75-4,0% í staðinn fyrir 5,75% eins og Seðlabankinn hefur haldið vöxtunum í nokkuð langan tíma. Niðurstöðu sína byggir Stubbs á því að "hlutlaust jafnvægisgildi skammtímavaxta sé hægt að áætla með því að leggja saman verðbólgustig, stig aukningar í vinnuafli og framleiðni". Hann segir jafnframt að sambærilega reiknaðir vextir ættu að vera 1-2% í Evrópu og 2,5-3,5% í Bandaríkjunum…
Read more
Boltinn er byrjaður að rúlla. Umræðan um húsnæðisliðinn í núverandi mynd í vísitölu neysluverðs (VNV) er komin af stað. Ég ætla að birta hér á blogginu hluta úr bók sem ég er að vinna að, og vonandi er ekki of langt í, þar sem ég skoða m.a. afleiðingarnar fyrir þjóðfélagið, að húsnæðisliðurinn er reiknaður eins gert er í VNV. Hér er þó eingöngu horft til þess hvernig hann er reiknaður….
Read more
Í átta ár upp á dag hef ég velt fyrir mér hvers vegna verðbólgumælingar sem Seðlabankinn notar við ákvarðanir um stýrivexti innihalda liðinn "reiknuð húsaleiga". Í færslunni Verðbólga sem hefði geta orðið velti ég fyrir mér hverju það hefði breytt, ef stýrivextir hefðu verið ákvarðaðir á árunum fyrir hrun út frá vísitölu án húsnæðis og var þá að vísa til þess að liðurinn "reiknuð húsaleiga" væri ekki tekin með. Nokkrar færslur hef ég birt í viðbót, en það var ekki fyrr í lok síðasta árs að ég lét verða að því að rannsaka málið betur, þ.e. reikna út áhrif annarra verðbólguútreikninga á stýrivextina (raunar svo kallaða meginvexti). Pælingar mínar og niðurstöður birti ég í færslunni Af peningastefnu Seðlabankans, sem birt var fyrir 4 mánuðum…
Read more
Í dag, 12. apríl 2016, eru 6 ár frá því að Skýrslan kom út, þ.e. skýrsla rannsóknarnenfdar Alþingis um fall bankanna árið 2008. Afrakstur af vinnu óteljandi starfsmanna og fjölmargra viðtala víð einstaklinga sem á einn eða annan hátt höfðu orsakað hrunið og þó aðallega alvarleika þess með aðgerðum sínum eða aðgerðaleysi…
Read more
Uppljóstrun Panamaskjalanna er einn áfangi á langri göngu, sem hófst árið 1998 með annars vegar stofnun Kaupthing Luxembourg S.A. og hins vegar Landsbanki PCC (Guernsey) Limited. Ég er svo sem enginn sérfræðingur í þeirri starfsemi sem fór fram í þessum fyrirtækjum (sem betur fer), en ljóst er að þarna hófst sú atburðarrás, sem hefur verið að rekjast upp fyrir augunum á okkur síðustu klukkutíma, daga og vikur…
Read more