Mig langar sérstaklega að skoða lesblindu Hæstaréttar (eða leti) sem felast í orðunum:
"Á greinin rætur að rekja til tillögu efnahags- og viðskiptanefndar við meðferð frumvarps til laganna á Alþingi. Þeirri tillögu fylgdu ekki sérstakar skýringar."
Þeir sem eitthvað hafa kynnt sér hvernig Alþingi virka vita að hægt er að finna nánast allt sem ritað er og fjallað er um á þeim vinnustað á vef hans…
Read more
Á Íslandi er víða grasserandi brjálæðislegt óréttlæti. Misskipting er víða byggð á furðulegum rökum. Fólk hefur látið ótrúlegustu hluti yfir sig ganga og svipugöngurnar verið margar. Ár eftir ár, kynslóð eftir kynslóð, bítur fólk á jaxlinn og mokar skaflinn sem óréttlætið hleður sífellt fyrir utan dyrnar hjá því. "Ég ætla ekki að láta þennan andsk.. buga mig", sagði maðurinn stuttu áður en hann hné örendur til jarðar…
Read more
Í rúmlega tvo og hálfan mánuð hafa verið í gangi umbrot undir og kringum Bárðarbungu. Þarf ég líklegast lítið að fræða fólk um það. Allan þann tíma hafa menn séð fyrir sér ýmsa möguleika á því hvernig umbrotin geti þróast. Tveir slíkir möguleikar eru risastór jökulhlaup, annað í norður eftir farvegi Jökulsár á Fjöllum (eða Skjálfandafljóts), hitt í suðvestur um Köldukvísl og inn á virkjanasvæði á Þjórsár-/Tungnaársvæðisins…
Read more
Kannski er full seint að velta því fyrir sér núna hvort hægt hefði verið að bjarga bönkunum á mánuðunum eða árunum fyrir hrun. Málið er að þeirri spurningu hefur aldrei verið svarað, hvað hefði verið hægt að gera til að bjarga bönkunum. Eða öllu heldur: Hvað hefðu bankarnir geta gert til að bjarga sér? Ég er nefnilega á því, að það sé ekki hlutverk stjórnvalda eða seðlabanka að bjarga einkafyrirtækjum frá því að fara í þrot. Þessi einkafyrirtæki höfðu hóp manna (og tveggja eða þriggja kvenna) við að stjórna og reka bankana…
Read more
17. september voru 6 ár frá falli Lehman Brothers. Sumir fyrrverandi stjórnendur Kaupþings, Glitnis og Landsbanka Íslands hafa kennt falli Lehman Brothers um hrunið á Íslandi. Ég held hins vegar að engum öðru dettur í hug að líta til útlanda eftir höfuðástæðu falls íslensku bankanna…
Read more
Einhvern veginn hefur það atvikast að ákveðið hefur verið að krefjast notkunar rafrænna skilríkja vegna leiðréttingar ríkisstjórnarinnar á verðtryggðum lánum heimilanna. Mér finnst það svo sem ekki vitlaus hugmynd, enda kom ég að stofnun Auðkennis haustið 2000 sem ráðgjafi á undirbúningstíma og eftir að fyrirtækið var stofnað…
Read more
Frá því álit EFTA-dómstólsins kom fimmtudaginn 28. ágúst sl., hefur loksins komist af stað alvöru umræða um blekkinguna og ruglið sem er samfara verðtryggðum húsnæðislánum. Ég hef svo sem reynt að gaspra um þetta mál í nokkur ár. Hef mætt á fund þingnefndar, þar sem verðtryggingin var til umræðu, flutti erindi um álit meirihluta verðtryggingarnefndar sem Alþingi setti á fót 2010, fjallað um áhrif verðtryggingarinnar á opnum borgarafundi í Háskólabíói, flutt erindi hjá Rótarý-klúbbum, Lions-klúbbum, nokkrum félögum Sjálfstæðismanna, Reykjavíkurfélagi VG og loks á miðstjórnarfundi Framsóknar, fyrir utan nokkurn slatta af bloggfærslum…
Read more
Stóridómur var kveðinn upp í morgunn um verðtryggingu neytendasamninga. Það er skoðun margra að dómurinn sé fullnaðarsigur fyrir fjármálafyrirtækin, en ég er alls ekki sammála því. Ég held raunar að álit EFTA-dómstólsins sé kjafthögg á framkvæmd verðtryggðra neytendasamninga á Íslandi…
Read more
Undanfarna áratugi og raunar aldir hefur verið umtalsverð virkni á öllu brotabeltinu sem liggur um Ísland. Miðað við mína þekkingu á þessum umbrotum, þá hefur gosið í sprungum á svæðinu suðvestan Vatnajökuls (Skaftáreldar), innan suðvesturhluta Vatnajökuls (m.a. Grímsvötn og Gjálp) og á Mývatnssvæðinu (Mývatnseldar og Kröflueldar). Auk þess hafa komið jarðskjálftahrinur í Öxarfirði og á Suðurlandi. Ekki þarf mikla skarpskyggni til að sjá hvaða svæði vantar í þessa upptalningu…
Read more
Það styttist óðfluga í að 6 ár séu frá falli bankanna í byrjun október 2008. Hef ég oft velt fyrir mér hvort hægt hefði verið að koma í veg fyrir marga fylgikvilla falls þeirra. Á þessum tíma, þ.e. í október 2008, skrifaði ég margar færslur um úrræði fyrir skuldara og atburði líðandi stundar. Í einum þeirra lagði ég til að gengistryggðum lánum yrði skipt upp á tvö lán, annað sem stæði í því gengi sem lántakar höfðu búist við að yrði og hitt með þeirri upphæð sem umfram var og það fryst þar til betur viðraði í þjóðfélaginu (datt ekki í hug þá að gengistryggingin væri ólögleg)…
Read more
Ég get ekki annað en spurt mig þessarar spurningar í fyrirsögn pistilsins. Er Hæstiréttur að missa sig?…
Read more
Þegar ég var yngri og sérstaklega á barnsaldri, þá var oft talað falllega um gömlu dagana og oft notað setningarbrotið "þegar amma var ung..". Ja, þegar ömmur mínar og afar voru ung, þá var ekkert internet, þannig að þau þurftu ekki að óttast að það sem þau gerðu eða sögðu yrði ódauðlegt, nema svo (ó)heppilega vildi til að eitthvert skáld álpaðist til að setja söguna á blað. Það vill nú svo til að Þórbergur Þórðarson leigði um tíma herbergi af langafa mínum og -ömmu, en ég er ekki viss um að þau hafi ratað inn í neina af bókum hans. Verð samt að viðurkenna, að ég er ekki viss…
Read more
Framtíð húsnæðislána getur ekki legið í neinu öðru en kerfi en því sem tryggir lága nafnvexti án vísitölubindingar. Þetta er það kerfi sem við sjáum í nágrannalöndum Íslands. Í Danmörku, Noregi og Svíþjóð er verðbólga um 0,5-1,5% (er ekki með nýjustu tölur við höndina) og þar treysta bankar sér til að lána til húsnæðiskaupa með 1,5-3,0% vöxtum með vaxtaþaki. Á Íslandi er verðbólga mæld með sömu aðferð 1,1% (þ.e. án húsnæðisliðar, þó verðbólga með honum sé 2,4%). Vextir húsnæðislána eru 6,75% og þar fyrir ofan eða margföld á við við vexti í nágrannalöndunum. Hvers vegna vextir eru svona miklu hærri hér í sambærilegri verðbólgu hlýtur að vera rannsóknarefni fyrir samkeppnisyfirvöld…
Read more
Birt á Moggablogginu 28.5.2014 - Efnisflokkur: Verðtrygging
Mér finnst stundum merkilegt og nánast hlægilegt, þegar menn leita um allan heim af dæmum sem sýna að verðtryggð lán eða vísitölutengd lán eru töfralausnin, en ekki nafnverðslán (það sem við köllum óverðtryggð) eins og eru algengust í heiminum.
Read more
Ég hef nokkuð oft fjallað um áður gengistryggð lán og þá villu sem Hæstiréttur gerði með niðurstöðu sinni í máli nr. 471/2010. Þá er ég að vísa til þeirrar ákvörðunar dómsins að skera fjármálafyrirtæki niður úr snörunni og dæma þeim betri vexti en áður voru á lánunum. Nú mun vera búið að stefna máli þar að lútandi fyrir EFTA-dómstólinn, þá ég hafi bara sögusagnir þar að lútandi…
Read more
Þá er það komið fram frumvarpið um leiðréttingu verðtryggðra fasteignalána heimilanna. Hugmyndin tekur smávægilegum breytingum, sem er til bóta miðað við tillögur nefndarinnar. Breytingin felst í því að viðmiðunartímabilið er stytt frá því að vera desember 2007 til ágúst 2010 niður í að vera bara almanaksárin 2008 og 2009. Við breytinguna hækkar afslátturinn sem veittur er lítillega…
Read more
Ég hef lengi velt því fyrir mér hvort mæling á kaupmætti sem birt er á hátíðarstundum sé í raun og veru rétt. Þ.e. hin almenna regla að skoða breytingar á launavísitölu og vísitölu neysluverð og segja það sé breytingin launavísitölunni í hag, þá sé kaupmáttaraukning, en sé hún launavísitölunni í óhag, þá hafi orðið kaupmáttarskerðing. Átti í orðaskiptum við Stefán Ólafsson um þetta í dag og vil deila vangaveltum mínum með fleiri…
Read more
Eins og fólki er ljóst, tókst meirihluta verðtryggingarnefndarinnar og ganga þvert gegn skipunarbréfi sínu. Ein af röksemdum meirihlutans fyrir því að hunsa skipunarbréf sitt var, að lágtekjuhópar gætu átt erfitt með að fá lán/ráða við fyrstu afborganir, ef verðtryggingin væri aflögð. Samt fólst ein af fáu tillögum þeirra í því að gera fólki það ennþá erfiðara! Í gær birti ég færslu, þar sem ég benti á leið framhjá þessum vanda. Önnur rök meirihlutans voru að erfitt yrði að fá lán með hæfilegum vöxtum. Í þessari færslu vil ég aðeins fjalla um þetta atriði…
Read more
Birt á Moggablogginu 21.1.2014 - Efnisflokkur: Leiðrétting
Mér finnst þessi umræða um tillögur ríkisstjórnar Sigmundar Davíð Gunnlaugsson um úrræði vegna verðtryggðra húsnæðislána alltaf verða furðulegri og furðulegri. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, krefst ítrekað að fá upplýsingar um hvernig væntanlegar aðgerðir ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar mun skiptast niður á tekjuhópa.
Read more