Hagsmunabaráttan

Herðubreiða séð frá Grafarlandaá - Ljósmynd: Marinó G. Njálsson

Haustið 2008 fengu Íslendingar heilt bankakerfi í fangið. Gjörspillt bankakerfi sem virtist helst hafa gengið út á að taka óásættanlega áhættu, draga taum eigenda sinna og velstæðra viðskiptavina og blóðmjólka viðskiptavini sína. Almenningur sat í súpunni meðan stjórnvöld gerðu lítið annað en að verja spillinguna. Einhver aðdragandi var að þessu og það var skrifuð skýrsla í níu bindum, þar sem sorinn og spillingin var dregin fram, mótaðar tillögur til umbóta, en þegar þetta er ritað í lok desember 2024, þá lítur frekar út sem spillingin hafi aukist. Heimilin og lítil/meðalstór fyrirtæki sátu eftir með sárt ennið og gríðarlegt tjón. Nýir bankar töldu það heilaga skyldu sína að ganga eins hart að þessum aðilum og högnuðust á því eins og enginn væri morgundagurinn.

Á þessari síðu eru tenglar í margs konar skrif um baráttu mína fyrir heimilin, þ.m.t. Hagsmunasamtök heimilanna, frá árinu 2007 til dagsins í dag.

Hagsmunabarátta

Hér undir eru pistlar sem hægt er að tengja beint við baráttu fyrir hagsmunum heimilanna:

2011:

Staða almennings

Fjölbreyttni þess efnis, sem ég hef látið mig varða, er þannig að ekki hægt að flokka allt. Það verður samt gert eftir því sem ástæða reynist til.