Skuldamál heimilanna

Herðubreiða séð frá Grafarlandaá - Ljósmynd: Marinó G. Njálsson

Fátt reyndi meira á, en framferði hinna svo kölluðu viðskiptabanka gagnvart skuldsettum heimilum, vanda sem eldri kennitölur þeirra höfðu skapað. Það er eiginlega grátbroslegt að sjá Íslandsbanka eigna sér í auglýsingum hinar ýmsu framfarir banka og sparisjóða á síðustu öld, en ekki geta gengist við afleiðingum Glitnis á þessari öld. Gleymum því aldrei, að bankarnir fengu lánasöfn heimila og fyrirtækja með miklum afslætti til að láta þennan afslátt ganga til þeirra, en ekki til að mynda ofurhagnað í meira en áratug eftir stofnun.

Hér undir eru pistlar sem hægt er að tengja beint við skuldastöðu heimilanna og baráttu fyrir leiðréttingu þeirra. Nauðsynlegt er að skoða líka umræðu um skuldaúrræði, gengistryggðu lánin, endurútreikning, leiðréttinguna og lánasöfnin. Umfjölluninni um gengistryggðu lánin er að finna á sérstakri síðu og sama á við um lánasöfnin:

Skuldir heimilanna

2011:

2012:

2013:

Skuldaúrræði

Stjórnvöld og nýju bankarnir settu fram alls konar tillögur og átti lántökum að standa þau til boða. Því miður gengu fæst þessara úrræða upp, eins og texta þeirra hljómaði, oftast voru úrræðin mjög íþyngjandi, vörðu skamman tíma eða tók óheyrilegan tíma í úrvinnslu.

Endurútreikningur

Erfitt var fyrir lántaka að fá rétta stöðu skulda sinna og margir fengu hana aldrei. Dómar um gengistryggð lán settur af stað hringekju í hvert sinn sem nýr dómur gekk og síðan var alveg ótrúlegt hve lögfræðingar bankanna (og það annað starfsfólk sem sá um að framfylgja niðurstöðum dómstóla) var blint á það sem kom fram í dómsorðum. Þetta varð til þess, að endurreikna þurfti flest lán ansi oft.

2011

2012:

2013:

Leiðrétting lána

Gerð var krafa um leiðréttingu lána, sérstaklega með hliðsjón af afslætti sem nýju bankarnir fengu af lánasöfnum og síðan ákvað ríkisstjórn Framsókna og Sjálfstæðisflokks loks að koma með almenna leiðréttingu á verðtryggðum lánum.

2011:

2012:

2013:

2014: