Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 5.1.2010. Efnisflokkur: Icesave
Það er sorglegt að sjá erlendu pressuna. Hver einn og einasti étur upp sömu þvæluna um að Ísland ætli ekki að borga. Sorglegasta dæmið var "sérfræðingur" BBC Business News sem kom blaðskellandi fram með eitthvert það argasta bull sem ég hef heyrt. Guardian, BBC News, Times og Reuters eru með sömu vitleysuna í fréttum sínum. Helst lítur út fyrir að þessir aðilar taki bara við fréttatilkynningum frá breskum stjórnvöldum.
Ætli það sé eins með fólk hérna innanlands. Ég fékk nefnilega póst áðan, þar sem fullyrt var að lögin frá því í ágúst væru verri en lögin sem forsetinn neitaði að samþykkja. Þetta sýnir bara að fáir hafa kynnt sér málið og flestir treysta því að viðmælendur þeirra hafi rétta vitneskju.
Kaldar staðreyndir málsins eru:
Alþingi samþykkti Icesave samninginn frá því í sumar með skilyrðum. Með þeim lögum gengust íslensk stjórnvöld í skilyrta ábyrgð fyrir Icesave skuldum Landsbankans.
Ólafur Ragnar Grímsson samþykktin lögin frá því í ágúst með þeim ummælum að lengra yrði ekki gengið. Það mátti því reikna með, að hann féllist ekki á frekari kröfur Breta og Hollendinga.
Skilyrði Alþingis féllu Bretum og Hollendingum ekki í geð og íslenska samninganefndin gaf (nær?) algjörlega eftir.
Viðaukinn við Icesave samninginn frá því í september var með skilyrðum sem engin leið var að samþykkja og gengu að sumu leiti lengra en ákvæði upprunalega samningsins.
Það eru þessi viðbrögð Breta og Hollendinga við skilyrðum Alþingis sem fjallað var um í Icesave málinu hinu síðara (eða ætti víst að segja öðru því fleiri munu fylgja).
Forsetinn hefur núna vísað frá lögum vegna síðari skilyrða Breta og Hollendinga, þar sem hann telur kröfur landanna ganga og langt
Ég sá í fréttum að Bretar vilja vísa málinu til ESB og ætti það að vera hið besta mál. Að fá sáttasemjara að málinu getur varla orðið til annars en að liðka fyrir lausn málsins. Ég verð þó að viðurkenna, að við Íslendingar verðum að senda reynda samningamenn eða a.m.k. samningamenn með bein í nefinu. Samningamenn sem eru til í að standa fast á málstað Íslendinga, en ekki bara samþykkja (að því virðist) andmælalaust það sem hinir leggja á borðið.
Færslan var skrifuð við fréttina: Ákvörðun Íslands hneyksli