Það kom að þessu

Birt á Moggablogginu 28.2.2007 - Efnisflokkur: Upplýsingaöryggi, netöryggi og persónuvernd

Það kom að því að eitthvað svona gerðist hér á landi.  Þetta er áhættan sem fylgir notkun korta og við höfum sem betur fer að mestu sloppið við hingað til.  Við sem höfum farið til sólarlanda höfum oft verið vöruð af fararstjórum að láta kortin ekki frá okkur.  Ég er hættur að nota kort í litlum búðum í útlöndum nema ég telji mig alveg geta treyst móttakandanum og fer í viðurkennda hraðbanka í vöktuðum anddyrum bankanna til að taka út pening.  Svo virðist sem maður verði að taka upp sömu varúðarráðstafanir hér.  Kannski ekki ganga jafn langt, en a.m.k. er ljóst að ekki er öllum treystandi.

Það er sorglegt að þessi afgreiðslumaður skyldi hafa valið að bregðast því trausti sem á hann var sett, en þetta þýðir bara að efla verður öryggið.  Það verður ekki gert nema með því að innleiða notkun PINs samhliða notkun greiðslukorta og með því að nota Verified by VISA eða aðrar sannvottunaraðferðir þegar nota á kortin yfir Netið.  Þar til að því kemur verða kortanotendur að muna að láta kortin sín aldrei úr augsýn þegar verið er að greiða með þeim og jafn óska eftir því að fá að renna þeim sjálfir í gegn.