Hagdeild Landabankans birti í dag (23.11.2020) greiningu á launaþróun á Íslandi á árunum 2008 til 2019 í samanburði við þróun innan ESB. Greiningin er birt með eftirfarandi fyrirsögn:
"Laun á Íslandi hafa hækkað mikið gagnvart öðrum Evrópulöndum á síðustu árum"
Staðhæfingin í fyrirsögninni fannst mér strax vera mjög vafasöm og benti á í facebook-færslu að hún ylti eins og margar staðhæfingar byggðar á tölfræði á viðmiðunarpunktunum sem notaðir væru, en ég vildi kafa dýpra ofan í gögnin.