Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 14.9.2011. Efnisflokkur: Stjórnmál
Guðbjartur Hannesson sagði á Alþingi í dag, það sem ég, Hagsmunasamtök heimilanna og margir fleiri baráttu hafa sagt í hært nær 3 ár (HH frá stofnun):
Leiðrétta verður tjón sem fjármálafyrirtæki ollu landsmönnum með hruninu og í undanfara þess.
Munurinn á okkur kvöbburunum og Guðbjarti er að hann er í þeirri ríkisstjórn sem hefði getað staðið fyrir þessari leiðréttingu.
Ég veit ekki hversu marga fundi ég hef setið með hinum ólíku aðilum um leiðréttingar lána, afskriftirnar sem bankarnir þrír fengu og annað tengt fjármálum heimilanna. Fund eftir fund hef ég lagt á borðið mína sýn og sýn Hagsmunasamtaka heimilanna á skuldastöðu heimilanna, hvað þyrfti að gera, hvað hefur verið gert og áhrif þess, svigrúm bankanna til að koma frekar til móts við heimilin o.s.frv. Þó ég segi sjálfur frá, þá held ég að ekkert í málflutningi mínum eða HH hafi reynst rangt. Raunar vil ég ganga svo langt að segja, að við höfum nánast undantekningarlaust sagt mjög nákvæmlega fyrir um staðreyndir og í þau skipti sem við höfum ekki lýst því sem síðar gerðist var vegna þess að við vorum ekki nógu svartsýn á niðurstöðuna.
Guðbjartur, vertu velkominn í hóp þess fólks, sem veit að ekki er nóg gert. Ég held að núna sé tími til kominn að hlustað sé á okkur, sem barist höfum fyrir réttindum heimilanna. Hitt er fullreynt. Þú, Guðbjartur, ert í aðstöðu til að breyta hlutunum. Láttu núna verkin tala.
Færslan var skrifuð við fréttina: Tapar eignum sínum í þriðja sinn