Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 1.12.2010. Efnisflokkur: Staða almennings
Vandinn við niðurskurð er forgangsröðunin. Flestir vilja komast hjá því að skera niður og því velja að skera niður þjónustu sem þeir telja að veki mikla athygli, ef hún verði slegin af. Er þetta heldur ljótur leikur.
Ég er viss um að Sjúkratryggingar geta fundið betri leið en þessa. Er ekki nóg að foreldrarnir séu í þeirri stöðu að vera bundnir yfir langveikum og fötluðum börnum sínum nær allan sólarhringinn, þó ekki sé verið að svipta þá þeirri aðstoð sem þeir þó fá. Er ég viss um að hægt er að finna einhverja aðra leið til að spara. Það er ekki mitt að koma með hugmyndir, en ég treysti starfsfólki Sjúkratrygginga til að finna leið sem bitnar minna á þeim sem eru í mestum vanda fyrir.
Færslan var skrifuð við fréttina: Ætla að hætta að greiða Heimahjúkrun barna