"Snillingarnir" voru í yfirhylmingu

Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 1.12.2010.  Efnisflokkur:  Bankahrun, Svindl og svik

Hann er áhugaverður punkturinn sem kemur fram í máli Herdísa Hallmarsdóttur:

..slitastjórnin telji meðal annars að skráning bankans á eigin hlutum hafi verið röng, og þar með hafi opinberar tölur um eiginfjárhlutfall bankans verið rangar. Jafnvel hafi eiginfjárhlutfall bankans verið komið langt niður fyrir lögbundin mörk löngu áður en bankinn hafi fallið.

Þetta kemur mér svo sem ekkert á óvart, enda haldið því fram í þó nokkurn tíma að Landsbanki Íslands hafi orðið ógreiðslufær um leið og gengi krónunnar tók að lækka haustið 2007 og ef ekki strax þá, þá alveg örugglega eftir að það hrundi í mars 2008.  Í mínum huga gengur það ekki upp, að bankinn hafi yfirfyllt gjaldeyrismarkað af pundum og evrum af Icesave-reikningum meðan gengið var sterkt og að hann hafi átt nægt fé til að kaupa pundin og evrurnar til baka eftir að gengið féll um nærri 30% frá miðju ári 2007 til marsloka 2008.  Á þessu tímabili hlýtur líka að hafa hallað verulega á eiginfjárstöðu bankans.


Færslan var skrifuð við fréttina:  Telja endurskoðendur bótaskylda