Rök fyrir háum stýrivöxtum standast ekki

Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 10.1.2009.

Ég hef oftar en einu sinni bent á það, að rökin fyrir því að halda stýrivöxtum háum standast ekki.  Hér á landi er núna það ástand, sem á máli hagfræðinga kallast "stagflation", þ.e. óðaverðbólga samfara stöðnun eða samdrætti í hagkerfinu.  Hagfræðingar hafa bent á, að í slíku ástandi virka ekki hefðbundin hagfræðilögmál við peningamálastjórnun.  Auk þess mælir verðbólgan fortíðina og því eru stýrivextir Seðlabankans að endurspegla að hluta ástandið eins og það var í mars og apríl í fyrra.  Vissulega stendur 3 mánaða verðbólga hátt núna, en strax í næstu tveimur mælingum verður mikil breyting á þessu.  Munurinn á 3 mánaða verðbólgu og 12 mánaðaverðbólgu verður í febrúar orðinn á bilinu 4 - 5% og fer hratt vaxandi uns þessi munur nær allt að 10%, ef ekki meira, á vormánuðum.

Annars vil ég benda á síðustu færslu mína og nokkrar aðrar sem ég hef ritað um þetta efni á þessu ári:

Hafa stýrivextir eitthvað með gengi krónunnar að gera í þessu árferði?

Bull rök fyrir háum stýrivöxtum

Hvað þurfa raunstýrivextir að vera háir?  (sjá líka athugasemdir við þessa færslu)

Viðsnúningurinn hafinn?  (sjá líka athugasemdir við þessa færslu)

Nú verandi vaxtastig er að ganga að hagkerfinu dauðu.  Það er sá sjúkt og ef við skoðum lífkerfi þess, þ.e. fyrirtækin, heimilin og peningaflæðið, þá sjáum við að öll þessi kerfi eiga í miklum vanda.  Eru með verulega skerta virkni.  Ef þetta væri sjúklingur, þá færum við fljótlega að skoða hvað það væri sem stuðlaði að þessari skertu virkni.  Mín niðurstaða er háir vextir og mikil afborgunarbyrði af lánum.  Þetta ástand er ekkert nýtt, það hefur bara versnað.  Stýrivextir eru búnir að vera hærri en 10% samfellt frá því í október 2005, þ.e. 3 ár og 3 mánuði.  Á þessu tímabili hafa raunstýrivextir, þ.e. stýrivextir umfram verðbólgu, verði meira en 6% stóran hluta þessa tíma.  Hvaða bull er það að vera með allt að 9,85% raunstýrivexti í innan við 4% verðbólgu, eins og gerðist í ágúst 2007.  Það er sem sagt búið að vera murka lífið úr sjúklingnum hægt og bítandi og nú er svo komið að öll lífkerfin eru að stöðvast.  Með þessu áframhaldi endar þetta bara á einn veg.  Restin af þjóðfélaginu tekur kollsteypu í hyldýpi vaxtaorkurs.

Taflan sýnir 12 mánaða verðbólgu, stýrivextir og raunstýrivextir