Mikil verðmæti í Nýja Kaupþingi

Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 20.2.2009.

Ég hef kynnt mér gögn sem birt hafa verið um líklegan stofnaefnahagsreikning Nýja Kaupþings og verð að segja, að í bankanum liggja mörg tækifæri.  Sérstaklega hlýtur að vekja athygli hin gríðarlega háa upphæð, sem felst í niðurfærslu útlána bankans til innlendra viðskiptavina.  Sú upphæð nemur 935 milljörðum til viðbótar við þá 19 milljarða sem áður höfðu verið lagðir til hliðar.  Alls nemur þetta 67% af heildarútlánum innanlands.

Það þarf ekki harða innheimtu til að búa til mikinn hagnað út úr þessari upphæð.  Á móti kemur, að fari þessi upphæð ekki í afskriftir og niðurfærslur, þá nýtist það ekki til endurreisnar fyrirtækja og heimila sem voru/eru í viðskiptum við Kaupþingin tvö.

Tvennt sem ég velti fyrir mér í þessu:  Mun sala á Nýja Kaupþingi til kröfuhafa þýða að ríkissjóður mun ekki þurfa að leggja bankanum til nýtt eigið fé?  Og hitt:  Hafa kröfuhafar áhuga á því að reka banka á Íslandi?

Komi erlendur eigandi að bankanum, þá gæti það opnað fyrir gjörbreytingu á viðskiptabankastarfsemi hér á landi.  Lánalíkön, vextir, áhættustýring og þjónustulínur gætu tekið miklum breytingum. Hvort það yrði innlendum viðskiptavinum til góða er vandi um að spá.


Áforma að selja körfuhöfum Nýja Kaupþing