Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 22.12.2008.
Hækkun vísitölu neysluverðs er heldur meiri en ég spáði í bloggi hér fyrir hálfum mánuði (sjá Það er verðbólgan að baki sem er mesta vandamálið). Þá spáði ég 1,1 - 1,4% hækkun milli mánaða, en síðan hækkaði ríkisstjórnin ýmsar álögur á áfengi, tóbak, bensín og olíu, sem taldar voru hafa áhrif upp á 0,5%. Muna ekki allir eftir því, að forsætisráðherra sagði að þær hækkanir hefðu ekki áhrif á verðbólgu! (sjá Forsætisráðherra fer ekki með rétt mál og Ályktunargáfa sem á sér ekki sinn líka).
En þetta á eftir að versna áður en það byrjar að batna. Samkvæmt töflu á vef Hagstofunnar, þá var hækkun vísitölu neysluverð 0,2% milli desember 2007 og janúar 2008. Til þess að verðbólgan verði lægri í næsta mánuði, þá þarf hækkunin milli desember 2008 og janúar 2009 að vera undir 0,2%. Verður það að teljast ákaflega ólíklegt. Taflan sýnir áhrif mismunandi hækkunar á vísitölu neysluverðs milli desember og janúar á verðbólgutölur í janúar.
Hækkun milli Verðbólga í jan.
des. og jan.
0,3% 18,3%
0,6% 18,6%
0,9% 19,0%
1,2% 19,3%
1,5% 19,7%