Útgjöld lækka þrátt fyrir meiri tekjur og hærri verðbólgu

Ég var að kíkja á Hagtíðindi Hagstofunnar, sem komu út 2. mars. sl., og sá þar upplýsingar, sem mér finnst vera furðulegar.  Þarna er verið að fjalla um niðurstöður neyslurannsókna Hagstofunnar fyrir þrjú tímabil, þ.e. 2011-2014, 2012-2015 og 2013-2016, og mér sýnist sem einhvern veginn hafi þjóðinni tekist að minnka neysluútgjöld sín um 8,4% í kringum 6,0% verðbólgu og hátt í 30% kaupmáttar aukningu.  Það sem meira er, að útgjöld vegna matar og drykkja drógust saman um ríflega 20% milli tímabilanna 2011-2014 og 2013-2016, þrátt fyrir að tímabilin skarist um tvö ár.  Mér finnst nánast vonlaust að þetta hafi gerst á sama tíma og vísitala vegna matar og drykkja hækkaði um 6,0%.

Les meira..