Metnaðarfullt skjal en útfærsluna vantar víða

Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 5.5.2011.

Óhætt er að segja að yfirlýsing ríkisstjórnarinnar sé nokkuð metnaðarfullt.  Vissulega er ansi margt sem á að koma til framkvæmdar síðar, en virða verður viljann fyrir verkið.  Í stórum dráttum sýnist mér yfirlýsingin nefna eftirfarandi:

1.  Hækkun bóta almannatrygginga.  Ekki er skýrt hve mikil hækkunin á að vera, bara að hún eigi að vera "með hliðsjón af niðurstöðum kjarasamninga".

2.  Hækkun atvinnuleysisbóta, þannig að "atvinnulausir njóti hliðstæðra kjarabót og" samningur SA og ASÍ veitir.

3.  Tekju- og eignatenging vaxtabóta og barnabóta verður endurskoðuð vegna næsta árs!

4.  Lögfest að persónuafsláttur taki breytingum í samræmi við verðlagsbreytingar ársins á undan.  Byrjar 2012. -  Er þetta endurtekning á loforði sem einhver önnur ríkisstjórn gaf hér um árið og virkaði í eitt eða tvö ár.

5.  Atvinnutryggingagjald lækki frá ársbyrjun 2012 úr 3,81% í 2,45%, en í staðinn hækka gjald í fæðingarorlofssjóð úr 1,08% í 1,28%, tryggingagjald hækkar um 0,25% og gjald í ábyrgðasjóð laun hækkar um 0,05% - Nettó breyting er því 0,86% til lækkunar (og allt niður í 0,73% fyrir suma, ef atriði 16 er tekið með).

6.  Breytingar á sköttum fyrirtækja verða lagðar fyrir á vorþingi.

7.  Ráðist verður gegn svartri atvinnustarfsemi.

8.  Sporna á gegn kennitöluflakki.

9.  Ná skal atvinnuleysi niður í 4-5% fyrir í lok samningstímans.

10. Efla fjárfestingar, þannig að þær verði árlega ekki lægri en 20% af landsframleiðslu.

11.  Fara á í ýmsar opinberar  framkvæmdir, s.s. nýja Landspítala, Vaðlaheiðagöng, ný hjúkrunarheimili, nýtt fangelsi, nýr framhaldsskóli, opinberar viðhaldsframkvæmdir, framkvæmdir á vegum Ofanflóðasjóðs, úrbætur á fjölsóttum ferðamannastöðum og vegaframkvæmdir á Vestfjörðum.

12. Greiða á fyrir fjárfestingum í virkjunum (hef heyrt þetta áður), m.a. Búðarhálsvirkjun og virkjunaráform á Norðurlandi upp á 70-80 ma.kr.

13.  Greiða á götu lífeyrissjóða til að taka beinan þátt í fjárfestingur og/eða fjármögnun orkuverkefna.

14.  Aukinn aðgangur að framhaldsskólum og námstækifæri fyrir atvinnuleitendur.

15.  Samræming lífeyrisréttinda, taka skal á vanda LSR.

16.  Bætt verður í starfsendurhæfingu og allir launagreiðendur greiði til Starfsendurhæfingarsjóðs.  Einnig komi greiðsla frá lífeyrissjóðunum.

17.  Ný lög um stjórn fiskveiða.

Þetta er langur listi, en víða vantar kjöt á beinið.  Áður en ljóst er hver endanleg útfærsla verður, þá kálið ekki sopið, þó í ausuna sé komið.