Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 17.1.2011. Efnisflokkur: Svindl og svik, Nýir bankar
Jóhanna Sigurðardóttir getur stundum verið með ólíkindum. Hún er búin að vera í fararbroddi vinnu sem tryggja á fjármálafyrirtækjum rétt til að eignast allar eignir almennings. Þá mátti skipta sér af ferlinu og um að gera að hlusta ekki á fulltrúa almennings. En þegar bankarnir eru að einkavinavæða fyrirtækin sem þeir eru búnir að eignast í upptöku eigna, þá má ekki skipta sér að málunum. Þegar bankarnir þverbrjóta sínar eigin verklagsreglur um gagnsæi, þá má ekki skipta sér að.
Bullið sem viðgengst í þjóðfélaginu hefur gengið út fyrir allan þjófabálk. Vestia er selt á 15 milljarða til lífeyrissjóðanna og síðan ætla þeir að selja náfrænda framkvæmdastjóra fjárfestingafélags lífeyrissjóðanna bitastæðasta fyrirtækið, Icelandic Group, út úr á 40 milljarða. Nær hefði verið að Landsbankinn sjálfur hefði selt IG og notað hagnaðinn til að greiða Icesave vexti.
Ég verð að viðurkenna, að þetta er allt farið að lykta af sama bullinu og áður. Einkavinavæðing, klíkuskapur, blokkamyndun. Gamla Ísland er risið úr öskustónni, þó leikendur séu að hluta til aðrir.
Færslan var skrifuð við fréttina: Þingmenn hafi ekki afskipti af bönkunum