Þetta átti Kaupþing að gera!

Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 19.12.2008.

Það er búið að gagnrýna Kaupþing mikið fyrir að hafa fellt niður ábyrgðir starfsmanna sinna vegna hlutabréfakaupa.  Hér er Sparisjóðabankinn búinn að sýna Kaupþingi hvernig átti að fara að hlutunum. Gera veðkall og leysa síðan hlutina til sín.  Það er nákvæmlega ekkert athugavert við það og enginn hefði getað sagt neitt.  Starfsmennirnir hefðu vissulega þurft að láta hlutabréfin af hendi, en þau urðu hvort eð er að engu stuttu síðar.

Sparisjóðabankinn eignast hlut Ómars í Icelandair