Birt á Moggablogginu 4.9.2008 - Efnisflokkur: Ríkisfjármál
Það er með ólíkindum að menn geti talað um innheimta veltuskatta hafi minnkað á milli ára fyrstu sjö mánuði ársins, þegar hún jókst um 2,8%. Þó svo að innheimta veltuskatta hafi ekki haldið raunvirði sínu, þá megum við ekki drukkna svo í verðtryggingartalinu, að við viðurkennum ekki staðreyndir. Við notum gjaldmiðil á Íslandi sem heitir króna. Við notum ekki "raunkrónur" og við notum ekki evrur eða dollara. Á meðan við notum krónur, þá eru allar mælingar til hækkunar í krónum talið, því hækkun eða aukning.
2,8% aukning er talsverð og bendir því til þess að ríkið sé að taka meira til sín í krónum talið en á síðasta ári. Menn fela það ekkert með því að uppfæra tölurnar með vísitölu neysluverðs. Þetta bendir til þess, að ennþá sé þensla í hagkerfinu. Af hverju má ekki kalla hlutina sínum nöfnum? Þenslan hættir ekki fyrr en innheimta veltuskatta dregst saman milli samanburðartímabila.
-----
Annars birtist þessi frétt með öðrum hætti í Viðskiptablaðinu. Þar segir:
Innheimtar tekjur hækkuðu um 4,4% (ekki 2,8%)
Skatttekjur og tryggingagjöld hækkuðu um 5,5%
Aðrar rekstrartekjur hækkuðu um 20% á milli ára.
Skattar á tekjur og hagnað hækkuðu um 9,9%, þar af jókst tekjuskattur einstaklinga um 7,0%, tekjuskattur lögaðila um 5,6% og skattur af fjármagnstekjum um 19,3%
Stimpilgjöld drógust saman um 23,2%
Tekjur hækkuðu 7 milljarða umfram áætlun (Fjárlög) og gjöld hækkuðu um 9 milljarða minnan en Fjárlög gera ráð fyrir.
Handbært fé ríkissjóðs eykst um 100 milljarða það sem af er árinu.
Allt bendir þetta til þess að ríkissjóður fitni á kostnað skattgreiðenda. Meðan fjölmargir aðilar eru að komast í þrot, þá tekur ríkissjóður meira til sín. Mér sýnist ríkissjóður alveg hafa efni á því að semja við ljósmæður á þeim nótum sem þær fara fram á miðað við þessar tölur.
Færslan var skrifuð við fréttina: Innheimta veltuskatta minnkar