Ég er búinn að vera að fylgjast með gengisvísitölunni í dag. Dagurinn byrjaði illa og um kl. 9:30 hafði vísitalan lækkað um 2,35% (samkvæmt stundargengi hjá Glitni). Klukkutíma síðar hafi hluti lækkunarinnar gengið og hún stóð í 1,75%. Um hádegisbil stóð lækkunin í um 2,5%, en klukkutíma síðar eða svo stóð hún aftur í 1,75%. Og nú kl. 13:41 hefur aftur sigið á ógæfuhliðina og lækkunin er orðin 2,61%. Þetta eru nokkuð ýktar breytingar á ekki lengri tíma og fær mann til að velta því fyrir sér hvort verið sé að gera atlögu að krónunni, þar sem ekkert hefur gerst undanfarna tvo daga sem skýrir 5% lækkun krónunnar. Það ætti frekar að vera í hina áttina, þar sem loðnukvóti hefur verið stækkaður og Kaupþing var að taka stórt lán á mun hægstæðari kjörum aðilar úti í heimi hafa sagt opinberlega að banki hafi átt að geta fengið. Ég fæ ekki betur séð en að spákaupmenn séu að leika sér.
Athugasemd 2018: Þessi bloggfærsla sýnir þá afneitum sem maður var í og hve sterkur heilaþvottur var í gangi. Það gat ekki annað verið en að einhverjir væru að gera atlögu að krónunni, þegar það voru bara íslenskir bankar að kaupa gjaldeyri til að mæta veðköllum á aðaleigendur sína frá stórum erlendum bönkum.