Verðtrygging var sett á með Ólafslögum í apríl 1979. Tilgangurinn var að bregðast við þrálátri verðbólgu og bruna sparifjár og lánfjár, en jafnframt tryggja að laun hækkuðu í samræmi við verðbólgu. Við getum alveg deilt um framkvæmdina, en niðurstaðan var að verðbólga jókst gríðarlega og því má segja að aðgerðin hafi mistekist herfilega. Fjórum árum síðar var verðbólga komin yfir 100%, en var 36,2% í apríl 1979.