Efnistyfirlit fyrir árið 2024

Eftirfarandi greinar frá árinu 2024 er að finna á síðunni, raðað frá yngstu til elstu:

  1. Fáránleiki verðtryggðs samfélags - 11.7.2024 - (Verðtrygging)

  2. Hugmynd um fjölgun kjördæma - 8.6.2024 - (Stjórnmál)

  3. Um skuldir ÍL-sjóðs - 3.5.2024 - (Íbúðalánasjóður)

  4. Ranghugmyndir um verðtryggingu - 1.4.2024 - (Verðtrygging)

  5. Húsnæðismál og deiliskipulag - 23.3.2024 - (Húsnæðismál)

  6. Athugunarefni vegna upptöku leiguígildis - 23.3.2024 - (Vísitala neysluverðs)

Fáránleiki verðtryggðs samfélags

Verðtrygging var sett á með Ólafslögum í apríl 1979.  Tilgangurinn var að bregðast við þrálátri verðbólgu og bruna sparifjár og lánfjár, en jafnframt tryggja að laun hækkuðu í samræmi við verðbólgu.  Við getum alveg deilt um framkvæmdina, en niðurstaðan var að verðbólga jókst gríðarlega og því má segja að aðgerðin hafi mistekist herfilega.  Fjórum árum síðar var verðbólga komin yfir 100%, en var 36,2% í apríl 1979.

Read more

Um skuldir ÍL-sjóðs

Enn einu sinni er Þórður Snær með grein þar sem hann kennir loforði Framsóknar fyrir kosningarnar árið 2003 um eitthvað sem er ekki því loforði að kenna. Loforðið hljómaði upp á, að takmarkaður hópur húsnæðiskaupenda gæti fengið allt að 90% lán við kaup á húsnæði miðað við fasteignamat í lok kjörtímabilsins, þ.e. árið 2007.

Read more