Efnisyfirlit fyrir árið 2015

Eftirfarandi greinar/færslur frá árinu 2015 er að finna hér, raðað frá yngstu til elstu:

  1. Af peningastefnu Seðlabankans - 27.12.2015 - (Hagstjórn - Seðlabankinn)

  2. Verðtryggingin verður að fara - 16.10.2015 - (Verðtrygging)

  3. Snákar og stigar nýgerðra kjarasamninga - 5.6.2015 - (Atvinnulífið)

  4. Er lítill eða mikill arður af stóriðju? - 21.5.2015 - (Orkumál)

  5. Gallar á heimsmynd Viðskiptaráðs Íslands - 9.3.2015 - (Fúll á móti)

  6. Dómstólar og neytendaréttur - 8.2.2015 - (Kröfuréttur, Neytendamál)

  7. Upplýsingar í gögnum Víglundar - 23.1.2015 - (Lánasöfn, Bankahrun)

  8. Stefnumótun fyrir Ísland - 2.1.2015 - (Framtíðin)

Af peningastefnu Seðlabankans

Ég er fyrir löngu hættur að vera hissa á vaxtaákvörðunum Seðlabanka Íslands.  Í fyrsta lagi, þá skil ég ekki hvernig bankanum dettur bara yfirhöfuð í hug að nota vexti til að hafa stjórn á verðlagi, því í litlu myntkerfi, þá hljótum við í staðinn fá mikinn gengisóstöðugleika, eins og reyndin hefur verið frá því að verðbólgustjórnun varð að markmiði bankans…

Read more

Verðtryggingin verður að fara

Mikið er ég orðinn óendanlega þreyttur á þeim kór sem heldur því fram að verðtrygging sé góð. Fyrst hún er svona góð, af hverju er hún ekki notuð á neytendalán út um allan heim? Af hverju vara húsnæðislánafyrirtæki í Ísrael lántakendur við því að taka verðtryggð lán og mæla frekar með óverðtryggðum? (Ísrael er eina landið í heiminum, fyrir utan Ísland, þar sem verðtrygging lán er með sama hætti og á Íslandi.)…

Read more

Snákar og stigar nýgerðra kjarasamninga

Það kannast margir við borðspil sem almennt er kallað Snákar og stigar.  Leikmenn ferðast eftir stígi, þar sem eru á stangli snákar og stigar.  Lendi maður á stiga þá færist maður áfram (eða upp), en lendi maður á snáki þá fer maður til baka (eða niður).  Við lestur nýgerðra kjarasamninga VR, Starfsgreinasambandsins og fleiri stéttafélaga við Samtök atvinnulífsins, þá fæ ég á tilfinningunni að stéttafélögin hafi fengið að raða stigum inn í samninginn, en atvinnurekendur hafi í staðinn fengið að setja inn jafnmarga snáka…

Read more

Gallar á heimsmynd Viðskiptaráðs Íslands

Brennuvargar eiga það til að mæta á vettvang þar sem þeir kveiktu í til að dást að eigin afrekum.  Flestir láta sér það duga.  Viðskiptaráð Íslands, sem hrósaði sér af því fyrir hrun, að Alþingi færi að yfir 90% af ábendingum þeirra um breytingar á lögum og greiddi fyrir hvítþvottarskýrslu Tryggva Þórs Herbertssonar og Freds Mishkins árið 2007 og aðra skýrslu 2008 á svipuðum nótum, lætur sér það ekki duga.  Það gagnrýnir að ekki hafi verið rétt staðið að slökkvistörfum og of lítið vatn notað til að bjarga því sem þeir vildu bjarga…

Read more

Dómstólar og neytendaréttur

Ég velti því stundum fyrir mér hvort neytendaréttur sé yfirhöfuð kenndur við lagadeildir háskóla á Íslandi.  Ástæðan er, að frá miðju sumri 2010 hafa gengið fjölmargir dómar í héraði og Hæstarétti, þar sem mér finnst verulega skorta á skilning dómara á þýðingu og tilgangi neytendaréttar.  Mig langar hér að fjalla um nokkra slíka dóma.  Ég geri mér grein fyrir að færslan er löng, en svo verður bara að vera.  Helst hefði hún þurft að vera mun lengri, því mér finnst ég bara rétt rispa yfirborðið…

Read more

Upplýsingar í gögnum Víglundar

Í tæp 6 ár hef ég haldið því fram og lagt fram gögn því til sönnunar, að nýju bankarnir hafi fengið lánasöfn sín á mjög miklu afslætti.  Þetta er svo sem eitthvað sem allir vita.  En jafnframt hef ég bent á að samið hafi verið við slitastjórnirnar um að þessi afsláttur ætti að færast til kröfuhafa í formi arðs. Vegna Landsbankans var reyndar gengið lengra og starfsmönnum umbunað fyrir að vera harðir í innheimtu á skuldum lítilla og meðalstórra fyrirtækja með því að "gefa" þeim hlutabréf sem voru í eigu slitastjórnar bankans…

Read more

Stefnumótun fyrir Ísland

Eftir hrun bankanna í október 2008, vonuðust margir eftir breytingum.  Þær hafa að mestu látið bíða eftir sér og margt sem farið var af stað með endaði í sviknum loforðum.  Núna ríflega 6 árum síðar er stjórnarskráin óbreytt, fiskveiðikerfið er óbreytt, ofríki fjármálakerfisins meira en nokkru sinni fyrr, heilbrigðiskerfið er í molum, möguleikar fólks til menntunar hafa verið skertir, aldrei hafa fleiri búið við langtímaatvinnuleysi, bið hefur verið á fjárfestingum og atvinnuuppbyggingu.  Ekki dettur mér í hug að segja að ekkert hafi verið gert, en árangurinn er minni en fyrirheitin gáfu til kynna.,,

Read more