Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 4.12.2010 (tenglar verða leiðréttir, þegar búið verður að flytja færslurnar á þennan vef).
Ég var að leita að færslu frá febrúar 2009 og renndi því í gegn um allt sem ég skrifaði í þeim mánuði. Mig eiginlega hryllir við hvað lítið hefur breyst á þessum u.þ.b. 22 mánuðum.
2.2.2009 Aðgerðir fyrir heimilin: Hér ræði ég um það sem þurfi að gera og í reynd hefur sáralítið áunnist ennþá.
3.2.2009 Heimilin eiga að fjármagna bankana með fasteignalánum sínum: Líklegast hef ég aldrei verið sannspárri.
6.2.2009 Greiðsluaðlögunarfrumvörp missa marks: Þetta hefur sýnt sig vera hárrétt, enda ekki búið að breyta lögunum nema tvisvar og þau eru enn ekki að virka.
10.2.2009 Vandi heimilanna: Tilraun til greiningar: Hér er held ég ein raunsannasta greining á vandanum, áhrifum og afleiðingum. Synd að stjórnvöld hafi ekki nýtt sér þessa greiningu til að taka á vandanum strax.
10.2.2009 Taka á sig tapið hjá þeim stóru, en hvað með litlu aðilana?: Sjaldan held ég að mér hafi ratast eins rétt á sannleikann.
13.2.2009 Ekki spyrja um kostnað heldur ávinning: Menn byrjuðu snemma að horfa í vitlausa átt og því miður eru menn enn fastir í að horfa á brunarústir gömlu bankanna, en neita að viðurkenna að þar er minnsti skaðinn.
13.2.2009 Er hægt að ógilda verðtryggða og gengistryggða lánasamninga?: Þetta er upphafið að því að gengistryggingin var dæmt ólögleg. Ætli verðtryggingin fari sömu leið þegar á hana verður reynt?
15.2.2009 Eftirlitið ber ekki sök á glannaskap bankanna, bara á að hafa ekki stoppað hann: Í sjálfu sér ekkert meira um þetta að segja, en skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis staðfesti þetta í grófum dráttum.
16.2.2009 Game over - Gefa þarf upp á nýtt: Ég held stundum að þetta sé eina leiðin.
19.2.2009 Að ósi skal stemma: Leynifélög á Tortola afhjúpa galla í lögum: Ég held ennþá að það sem ég legg til í þessari færslu sé eina rétta. Gera þarf eigur Tortolafélaga upptækar og láta eigendurna sækja rétt sinn.
19.2.2009 Hagsmunir heimilanna eru hagsmunir þjóðarinnar: Hverju orði sannara og ekkert meira um það að segja.
20.2.2009 Verð- og gengistrygging böl heimilanna - 760 milljarða skattur á 8 árum: Menn eru smátt og smátt að opna augun fyrir þessu.
21.2.2009 Stöndum vörð um heimilin - Ræða flutt á Austurvelli 21.02.2009: Hélt ekki að til þess kæmi að ég héldi ræðu á kröfufundi. En engin veit sína ævi fyrr en öll er.
25.2.2009 Það er víst hægt að færa lánin niður: Þessi færsla lýsir einu af mörgu tækifærum sem stjórnvöld misstu af. Hægt hefði verið að búa til keðju viðskipta sem hefði nýst mörgum.
26.2.2009 Saga af venjulegum manni: Þetta er hinn grákaldi raunveruleiki sem stjórnvöld eru ekki ennþá að ná að skilja.
Bæði eru færslurnar fróðleg lesning og ekki síður margar þeirra frétta sem þær eru hengdar við.