Verðtrygging og verðbólga
Undir þessum titli:
Verðtryggingin
Með Ólafslögum var verðtrygging sett á hér er fjöldinn allur af greinum sem ég hef skrifað um efnið:
Hugmyndafræði verðtryggingar er að tengja fjárhagslegt verðmæti við breytingar á vísitölu, oftast vísitölu neysluverðs. Hvers vegna verðbreytingar á neysluvöru eigi að endurspegla verðrýrnun peninga, hefur höfundur aldrei skilið. Hér er greinilega verið að yfirfæra kaupmátt launa yfir á verðgildi peninga, en þetta tvennt á það eitt sameiginlegt að peningar skipta um hendur annars vegar þegar laun eru greidd út og hins vegar þegar greitt er fyrir vöru eða þjónustu. Breyting á kaupmætti peninga gagnvart neysluvöru hefur hins vegar takmarkað að gera með verðgildi peninganna.
Mikilvægt er að hafa í huga, að vísitala neysluverðs mælir bara hluta af verðbreytingum í hagkerfinu. Einkaneysla var árið 2022 rúmlega helmingur (52,4%) af vergri landsframleiðslu og bara hluti hennar er mældur í vísitölunni. Það er því nokkuð ljóst, að vísitala neysluverðs endurspeglar í mesta bara hluta verðbreytinga á peningum. Aðrar breytingar í hagkerfinu leggja hitt til. Það er síðan mjög fáir í hagkerfinu að fá peningana sína full verðtryggða, þó þeir séu tengdir við vísitölu neysluverðs. Langflestir eru með eignir og skuldir og þó eignir séu verðtryggðar, þá er arðurinn, þ.e. munurinn á vaxtatekjum og vaxtagjöldum, ekki nóg til að verðtryggða arðsemi. Hvers vegna á það þá að skipta máli, að útlán séu verðtryggð? Bankinn er hvort eð er ekki að fá vaxtamun sem er hærri en breytingin á visitölu neysluverðsins.
Olav Guttesen, bankastjóri Betri bank í Færeyjum, komst vel að orði í viðtali við Heimildina í júní 2023.
„Ef verðbólgan er 10 prósent, mun höfuðstóll lánsins hækka um 10 prósent?“ spyr hann og hlær við. „Ég veit ekki hvernig það virkar. Ég hef ekki heyrt um húsnæðislán sem eru þannig, hvorki hér né í Danmörku. Óvissan sem viðskiptavinir okkar upplifa eru vextirnir. Ég geri ráð fyrir að einstaklingar hér búi við minni áhættu en Íslendingar sem hafa verðtryggð lán, þar sem höfuðstóllinn hækkar með verðbólgu.“
Blaðamaður spurði: Í ljósi þess að verðbólga í Færeyjum er 8 til 9 prósent og húsnæðislánavextir rúmlega helmingur af því: Hvernig þolið þið, sem banki, að hafa neikvæða raunvexti?„Við lítum ekki á það þannig. Við borgum innistæðueigendum vexti. Tekjurnar okkar markast af vöxtunum sem við fáum af útlánum. Við erum fjármögnuð af innistæðum.“
En hvað þá með hagnað bankanna? Með því að hækka vexti væri hægt að auka hagnað.
„Það er góð spurning! Ein ástæðan er samkeppnin hér í Færeyjum. Það er erfitt fyrir einn banka að hafa hærri vexti en hinir. Við höfum verið treg til að hækka vexti í Færeyjum, samanborið við Danmörku. Hagnaðurinn er ásættanlega mikill, en ekki eins mikill og í Danmörku.“
Samkvæmt þessu er hugmyndafræði verðtryggingarinnar á Íslandi ekki einu sinni til hjá okkar næstu nágrönnum, Færeyingum. Er hún þá til einhvers staðar annars staðar? Já, í Ísreal. Þar er hins vegar varað við, að þau séu bara góð, ef maður er bankinn!
Hvers vegna er verðtrygging neytendalána almennt hvergi til? Ástæðurnar eru nokkrar. Ein sú stærsta er að neytendur eigi að taka á sig alla óvissu í samningi við sterkari aðila viðskiptasamnings gengur einfaldlega gegn almennu viðskiptasiðferði. Þegar tveir aðila gera með sér samning er eðlilegt að þeir deili áhættunni sem felst í samningnum. Að neytandinn eigi að taka alla áhættuna í viðskiptum á frekar skylt við nauðasamning við mafíu, en að viðskiptabanki sé á hinni hliðinni. Raunar voru það ummæli sænsks bankamanns, þegar verðtryggður samningur var lagður undir hann. Í öðru lagi, er gert ráð fyrir að vaxtamunur lánveitanda eigi að tryggja honum nægilegan ávinning af samningnum. Í þriðja lagi, gera lánveitendur og fjárfestar ráð fyrir því að starfsemi þeirra og ákvörðunum fylgir áhætta og þó þeir geti dergið úr þessari áhættu með vönduðum ákvörðunum, þá geta þær aðstæður skapast að ávöxtunum verður lakari en gengið var út frá í upphafi. Í fjórða lagi, þá bjóða lánveitendur og fjármögnunaraðilar almennt upp á vexti með það í huga, að yfir lánstíma eða tíma fjárfestingarinnar, þá komi þeir út með hagnaði, en ekki að á hverju einasta ári sé ávöxtun eða arðsemi yfir verðbólgu hvers árs. Þeir búast við sveiflum og taka þær inn í ávöxtunarkröfur sínar.
Þetta er í algjörri mótsögn við þá íslensku hugsun, sem kom fram í verðtryggingarskýrslu Askar Capital frá 26. mars 2010, þar sem segir m.a.: “Varðandi fjölbreytni fjárfestingarkosta þá má líta svo á að verðtryggð ríkisskuldabréf séu áhættulaus eign og að án þeirra sé enginn slíkur fjárfestingarkostur til staðar.” Það á einfaldlega enginn áhættulaus fjárfestingarkostur að vera til boða, því þá er enginn hvati fyrir fjárfesta að viðhalda stöðugleika. Sama hvað gerist, þá fá þeir sitt, jafnvel þó þeir hafi sjálfir verið megin uppspretta óstöðugleika, eins og reynslan var með Glitni, Kaupþing og Landsbanka Íslands. Að halda því fram, að verðtrygging auki stöðugleika er líka öfugmæli, nema að stöðugleiki sem átt sé við sé stöðugleiki fjármagnseigenda. Ekki þarf annað en að líta til tímabilsins frá apríl 1979 til maí 1983, en það er einmitt það tímabil sem margir nota sem rök fyrir því að nota verðtryggingu, til að sjá, að verðtrygging jók óstöðugleika svo mikið að hækkun vísitölu neysluverðs milli mánaða fór úr 4,3% milli apríl og maí 1979 (sem jafngildir ársverðbólgu upp á 66,5%) í 10,4% milli febrúar og mars árið 1983 (jafngildir 228% ársverðbólgu). Til að setja þetta í samhengi, þá hækkaði vísitala neysluverð milli febrúar og mars árið 2024 um 0,8% (jafngildir ársverðbólgu upp á 10,0%).Upphaf verðtryggingarinnar. Hvers vegna var verðtryggingin tekin upp og voru einhver önnur úrræði. Í stuttu máli var verðtryggingunni komið á vegna þess, að Alþingi, sem bar ábyrgð á stýrivaxtaákvörðunum, vildi ekki hækka vexti til að slá á verðbólguna og draga úr þenslu. Rökin voru einföld og í sjálfu sér góð og gild: Atvinnulífið myndi ekki ráða við hærra vaxtastig! Var verðtrygging eina lausnin árið 1979? Ekki að mati sérfræðings Seðlabankans árið 1977
Ég hef oft verið spurður um verðtrygginguna og ansi margir eru brenndir af verðbólguárunum á 8. og 9. áratugunum. Einum slíkum svaraði ég í bloggfærslu í október 2011. Svör um verðtryggingu
Eitt aðalbaráttumál Hagsmunasamtaka heimilanna var afnám verðtryggingarinnar og því var eðlilegt að velta fyrir sér hvort verðtryggingin væri barn síns tíma. Spurt var: Er verðtryggingin nauðsynlegt? Er verðtrygging nauðsynleg? - 10 af síðustu 20 árum hefur verðbólga verið innan við 4%
Ekkert fer á milli mála, að verðbætur hafa íþyngt lántökum gríðarlega í gegn um árin. Um það fjallaði ég m.a. í færslu í tilefni af borgarfundi í Háskólabíói seinni hluta janúar 2012. Verðtryggður vandi í hnotskurn - 600 ma.kr. að láni, 685 ma.kr. í verðbætur á 14 árum en glærurnar frá fundinu sýna ekki síðri hryllingssögu en bloggfærslan: Verðtryggður vandi
Tenglar til að geyma:
Aðeins af verðtryggðum og óverðtryggðum lánum
Afnemum verðtryggingu í skrefum - Bönnum hana á lánum einstaklinga og heimila
Fundur viðskiptanefndar um verðtryggingu
Treysta lífeyrissjóðir á verðtryggingu?
Seðlabankinn viðurkennir í raun að reglur bankans séu ekki í samræmi við lög
Ver verðtrygging sparnað landsmanna?
Verðtrygging - böl eða blessun?
Óverðtryggður og verðtryggður vandi Íbúðalánasjóðs
Húsnæðisliðurinn
Mikil umræða hefur verið í gegn um tíðina um húsnæðisliðinn innan vísitölu neysluverðs:
Í nóvember árið 2023 skrifaði ég langa og ítarlega skýrslu fyrir VR um húsnæðisliðinn í vísitölu neysluverð. Bar hún titilinn “Að reikna reiknaða húsaleigu”. Á þessari stundu hefur VR ekki birt hana opinberlega, en um leið og það verður gert, mun tengill á verða settur hér inn.
Í janúar 2024 tilkynnti Hagstofan að til stæði að breyta útreikningum á húsnæðislið vísitölu neysluverðs. Taka ætti upp leiguígildi. Af því tilefni hafði ég samband við Ragnar Þór Ingólfsson og Vilhjálm Birgisson, þar sem ég varaði við að skipta yfir í leiguígildi á þeim forsendum sem komu fram í tilkynningu Hagstofu. Í gangi voru kjaraviðræður og óskuðu aðilar vinnumarkaðarins um að fá kynningu frá Hagstofunni á hinni nýju aðferð. Var mér boðið að sitja þann fund. Af því tilefni tók ég saman lista yfir atriði sem fá þyrfti nánari upplýsingar um. Betrum bætta útgáfu af því skjali er hér að finna: Athugunarefni vegna upptöku leiguígildis
Ómögulegt er að segja hvar er best að byrja. Kannski er best að byrja á endinum! Þ.e. á endalokum þeirrar aðferðar sem
Ég hef aldrei veklst í einhverjum vafa um, að nauðsynlegt sé að reikna húsnæðisliðinn í vísitölu neysluverðs. Hér er grein frá 26.9.2016, þar sem ég lít á málin: Vísitala neysluverðs og húsnæðisliðurinn
Verðbólga
Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis - Aðdragandi og orsakir falls íslensku bankanna 2008 og tengdir atburðir var gefin út í apríl 2010. Undir þessum lið verður efni tengt henni.
Viðbrögð Seðlabankans við verðbólgu
Hvað gerðist fyrir hrun fellur undir Skýrslan og hrunmál, en eftir hrun gerðist ansi margt.
Seðlabankinn hefur frá upptöku verðbólgumarkmiða stuðst við vísitölu neysluverðs með húsnæðisliðnum, þegar bankinn hefur tekið ákvarðanir um vexti sína, meðan flest lönd í kringum okkur hafa notast við vísitölumælingar án húsnæðisliðsins. Tvö stærstu viðskiptasvæði Íslendinga, þ.e. Bandaríkin og Evru-svæðið, hafa ekki byggt á vísitölu með húsnæðislið. Því má segja, að samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja hafi verið verulega skekkt. En fleira hefur komið til og í mörgum tilfellum hefur bankinn málað sig út í horn. Fyrsta færsla mín um slíka stöðu er frá 16. júlí 2007. Þar bendi ég á, að sambærilega mæld verðbólga (þ.e. án húsnæðis) hafi verið 1,2% á Íslandi en 1,9% á evru-svæðinu. Kannski ekki réttur samanburður og betra að vísa til samræmdrar vísitöluneysluverðs sem var 2,6% á Íslandi. Munurinn var hins vegar sá að stýrivextir á evru-svæðinu voru innan við 5%, meðan þeir voru 13,30% hér á landi.
Rök seðlabankans voru að slá á þenslu og draga úr umsvifum, en í reynd var Seðlabankinn að auka umsvif, því bankarnir voru á fullu að gefa út Jöklabréf, þar sem gert var út á vaxtamun milli landa. Vandinn var að háir stýrivexti Seðlabankans voru eins og segull á fjármagn sem streymdi til landsins, sérstaklega frá Þýskalandi. Íslensku bankarnir voru síðan á ekki minni krafti að veita lán með ólöglegri gengistryggingu með tengingu við svissneska og japanska LIBOR vexti sem með vaxtaálagi náðu ekki einu sinni verðbólgustiginu.
En hér er færslan: Er þá verðbólgan lægri hér á landi?Í mars 2008 finnst mér vera orðið ljóst, að stýrivextir Seðlabankans voru farnir að hækka verðbólguna, sem á þessu tíma mældist, svo furðulegt sem var, í hækkun á reiknaðri húsaleigu í húsnæðisliðnum. (Fjalla m.a. um þetta í færslunni: Stýrivextir hækka húsnæðisliðinn.) Á þessum tíma var nánast frost á fasteignamarkaðinum, enda kom í ljós að markaðsverð íbúðarhúsnæðis hafði 0,3% meðan reiknuð húsaleiga hafði hækkað um 1,0%. Eins og breytingar á reiknaðri húsaleigu voru mældar frá 1992 fram á mitt ár 2024, þá er mismunurinn, þ.e. 70 punktarnir sem munar á 0,3 og 1,0, vegna vaxtabreytinga. Þarna í mars 2008 var SÍ nýbúinn að hækka stýrivexti í 15,00%. Seðlabankinn hélt þarna og heldur enn, að mjög háir stýrivextir (hafa miðað við meginvexti frá maí 2014, en meginvextir eru að jafnaði 0,75 stigum lægri en stýrivextir) geti aukið trúverðugleika peningastefnunnar, slegið á verðbólgu og orðið til þess að gengið styrkist. Nákvæmlega EKKERT styður við þetta sé hagþróun skoðuð frá upptöku verðbólgumarkmiða í apríl 2001.
Bankastjórn Seðlabankans gaf út stefnuyfirlýsingu um peningamál í Peningamálum 2008-1 byrjun apríl 2008 og kemur ýmislegt fram, sem lítur ekki vel út í baksýnisspeglinum. Þar er talað um að verið sé að beita peningastefnunni til að bregðast við fyrirséðum samdrætti í þjóðfélagi sem var á hraðri leið í bankahrun. Sagt er að hækkun stýrivaxta hafi verið til að styðja við gengi krónunnar og að brýnasta markmið Seðlabankans hafi verið “að ná verðbólgumarkmiðinu eins fljótt og auðið er”. Næsta setning lítur enn verr út, eftir að ljóst var að Davíð Oddsson, þáverandi seðlabankastjóri, hafði farið í borgarferð til London um 7 vikum fyrr. Þar segir: “Miklir eftirspurnarhnykkir undanfarinna ára og óvenjuleg skilyrði á alþjóðlegum fjármálamörkuðum hafa tafið það verk.” Þarna vissi Seðlabankinn, að nánast engu munaði að bankarnir hefðu farið í greiðsluþrot nokkrum dögum áður, verið var að róa lífróður við að bjarga þeim og brýnast var að ná verðbólgumarkmiðum eins fljótt og auðið var.
Það er alveg hægt að vorkenna Seðlabankanum aðeins. Hvernig átti hann að segja þjóðinni að bankakerfið var að hruni komið? Hann varð því að halda andlitinu. Nógu marga skelli átti bankastjórinn og bankastjórnin eftir að fá á næstu vikum.