Icesave

Herðubreiða séð frá Grafarlandaá - Ljósmynd: Marinó G. Njálsson

Umræðan um Icesave og fleiri innlánsreikninga sem hrunbankarnir buðu upp á í öðrum löndum heltóku umræðuna frá haustinu 2008 og fram til ársbyrjun 2013

2008:

2009:

2010:

2011:

2012:

2013:

Verðbólga

Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis - Aðdragandi og orsakir falls íslensku bankanna 2008 og tengdir atburðir var gefin út í apríl 2010. Undir þessum lið verður efni tengt henni.

Viðbrögð Seðlabankans við verðbólgu

Hvað gerðist fyrir hrun fellur undir Skýrslan og hrunmál, en eftir hrun gerðist ansi margt.

  1. Seðlabankinn hefur frá upptöku verðbólgumarkmiða stuðst við vísitölu neysluverðs með húsnæðisliðnum, þegar bankinn hefur tekið ákvarðanir um vexti sína, meðan flest lönd í kringum okkur hafa notast við vísitölumælingar án húsnæðisliðsins. Tvö stærstu viðskiptasvæði Íslendinga, þ.e. Bandaríkin og Evru-svæðið, hafa ekki byggt á vísitölu með húsnæðislið. Því má segja, að samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja hafi verið verulega skekkt. En fleira hefur komið til og í mörgum tilfellum hefur bankinn málað sig út í horn. Fyrsta færsla mín um slíka stöðu er frá 16. júlí 2007. Þar bendi ég á, að sambærilega mæld verðbólga (þ.e. án húsnæðis) hafi verið 1,2% á Íslandi en 1,9% á evru-svæðinu. Kannski ekki réttur samanburður og betra að vísa til samræmdrar vísitöluneysluverðs sem var 2,6% á Íslandi. Munurinn var hins vegar sá að stýrivextir á evru-svæðinu voru innan við 5%, meðan þeir voru 13,30% hér á landi.

    Rök seðlabankans voru að slá á þenslu og draga úr umsvifum, en í reynd var Seðlabankinn að auka umsvif, því bankarnir voru á fullu að gefa út Jöklabréf, þar sem gert var út á vaxtamun milli landa. Vandinn var að háir stýrivexti Seðlabankans voru eins og segull á fjármagn sem streymdi til landsins, sérstaklega frá Þýskalandi. Íslensku bankarnir voru síðan á ekki minni krafti að veita lán með ólöglegri gengistryggingu með tengingu við svissneska og japanska LIBOR vexti sem með vaxtaálagi náðu ekki einu sinni verðbólgustiginu.

    En hér er færslan: Er þá verðbólgan lægri hér á landi?

  2. Í mars 2008 finnst mér vera orðið ljóst, að stýrivextir Seðlabankans voru farnir að hækka verðbólguna, sem á þessu tíma mældist, svo furðulegt sem var, í hækkun á reiknaðri húsaleigu í húsnæðisliðnum. (Fjalla m.a. um þetta í færslunni: Stýrivextir hækka húsnæðisliðinn.) Á þessum tíma var nánast frost á fasteignamarkaðinum, enda kom í ljós að markaðsverð íbúðarhúsnæðis hafði 0,3% meðan reiknuð húsaleiga hafði hækkað um 1,0%. Eins og breytingar á reiknaðri húsaleigu voru mældar frá 1992 fram á mitt ár 2024, þá er mismunurinn, þ.e. 70 punktarnir sem munar á 0,3 og 1,0, vegna vaxtabreytinga. Þarna í mars 2008 var SÍ nýbúinn að hækka stýrivexti í 15,00%. Seðlabankinn hélt þarna og heldur enn, að mjög háir stýrivextir (hafa miðað við meginvexti frá maí 2014, en meginvextir eru að jafnaði 0,75 stigum lægri en stýrivextir) geti aukið trúverðugleika peningastefnunnar, slegið á verðbólgu og orðið til þess að gengið styrkist. Nákvæmlega EKKERT styður við þetta sé hagþróun skoðuð frá upptöku verðbólgumarkmiða í apríl 2001.

    Bankastjórn Seðlabankans gaf út stefnuyfirlýsingu um peningamál í Peningamálum 2008-1 byrjun apríl 2008 og kemur ýmislegt fram, sem lítur ekki vel út í baksýnisspeglinum. Þar er talað um að verið sé að beita peningastefnunni til að bregðast við fyrirséðum samdrætti í þjóðfélagi sem var á hraðri leið í bankahrun. Sagt er að hækkun stýrivaxta hafi verið til að styðja við gengi krónunnar og að brýnasta markmið Seðlabankans hafi verið “að ná verðbólgumarkmiðinu eins fljótt og auðið er”. Næsta setning lítur enn verr út, eftir að ljóst var að Davíð Oddsson, þáverandi seðlabankastjóri, hafði farið í borgarferð til London um 7 vikum fyrr. Þar segir: “Miklir eftirspurnarhnykkir undanfarinna ára og óvenjuleg skilyrði á alþjóðlegum fjármálamörkuðum hafa tafið það verk.” Þarna vissi Seðlabankinn, að nánast engu munaði að bankarnir hefðu farið í greiðsluþrot nokkrum dögum áður, verið var að róa lífróður við að bjarga þeim og brýnast var að ná verðbólgumarkmiðum eins fljótt og auðið var.

    Það er alveg hægt að vorkenna Seðlabankanum aðeins. Hvernig átti hann að segja þjóðinni að bankakerfið var að hruni komið? Hann varð því að halda andlitinu. Nógu marga skelli átti bankastjórinn og bankastjórnin eftir að fá á næstu vikum.

VNV