Gamlir og nýir bankar

Herðubreiða séð frá Grafarlandaá - Ljósmynd: Marinó G. Njálsson

Haustið 2008 fengu Íslendingar heilt bankakerfi í fangið. Gjörspillt bankakerfi sem virtist helst hafa gengið út á að taka óásættanlega áhættu, draga taum eigenda sinna og velstæðra viðskiptavina og blóðmjólka viðskiptavini sína. Almenningur sat í súpunni meðan stjórnvöld gerðu lítið annað en að verja spillinguna. Einhver aðdragandi var að þessu og það var skrifuð skýrsla í níu bindum, þar sem sorinn og spillingin var dregin fram, mótaðar tillögur til umbóta, en þegar þetta er ritað í lok desember 2024, þá lítur frekar út sem spillingin hafi aukist. Heimilin og lítil/meðalstór fyrirtæki sátu eftir með sárt ennið og gríðarlegt tjón. Nýir bankar töldu það heilaga skyldu sína að ganga eins hart að þessum aðilum og högnuðust á því eins og enginn væri morgundagurinn.

Á þessari síðu eru tenglar í margs konar skrif um baráttu mína fyrir heimilin, þ.m.t. Hagsmunasamtök heimilanna, frá árinu 2007 til dagsins í dag.

Neyðarlög

7. október 2008 tóku gildi lög um heimild til fjárveitingar úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði o.fl. eins og þau heita fullu nafni, en eru almennt kölluð “neyðarlögin”.

2011:

Bankahrun

Bankakerfið hrundi í fangið á íslensku þjóðinni 7., 8. og 9. október 2008. Það gerðist þó ekki upp úr þurru.

2011:

2012:

2013:


Nýir bankar

Nýir bankar voru stofnaðir á rústum þeirra sem hrundu á nokkrum góðum dögum í byrjun október 2008. Aldrei hefur verið birt á hverju stofnefnahagsreikningar þeirra í raun og veru byggja, þar fyrir utan eru upplýsingar mjög misvísandi. Þessi undirgrein skiptist í Stofnun bankanna, Efnahagur úr ársreikningum og frá Seðlabanka, Aðgerðir bankanna.

Stofnun bankanna

Efnahagur bankanna

Aðgerðir bankanna

Afskriftir

Lánasöfn

Stærsta leyndarmálið og mesta vitleysan snerist um á hvaða virði lánasöfn hrunbankanna voru færð yfir til nýju bankanna. Það lögðust allir á árarnar að hagræða sannleikanum.