Árna Páls-lögin

Árni Páll Árnason hafði tekið við sem  efnahags- og viðskiptaráðherra hausið 2010, eftir að Gylfi Magnússon hrökklaðist úr embætti, þar sem hann hafði haldið leyndum lögfræðiálitum um ólögmæti gengistryggingarinnar.  (Var að vísu ekki kallað því nafni, en ég held að flestir viti að svo var.) Árni Páll valdi sér marga góða vígvelli, en tókst ítrekað að stilla liði sínu kolvitlaust upp.  Það gerði hann svo sannarlega hvað varðar frumvarp að þeim lögum sem urðu nr. 151/2010.  Nærri allir landsmenn þekkja þetta laganúmer, en lögin eru almennt kennd við ráðherrann og kölluð Árna Páls-lögin.

Undanfari lagasetningarinnar er nokkuð ljós og var hún tilkynnt á blaðamannafundi í kjölfar dóms Hæstaréttar í máli nr. 471/2010. Ástæðan var gefin að eyða þyrfti óvissu um áður gengistryggð lán og vexti þeirra.

Ég ætla ekki að halda því fram að Árna Páls-lögin hafi verið alslæm.  Þau voru það ekki.  Á þeim voru hins vegar slíkir hnökrar, að þau hefðu aldrei átt að verða að lögum.  Látum vera að þau kveði á um seðlabankavexti á lánin til framtíðar, það er eitthvað sem hefði verið hægt að lifa við, ef stýrivextir Seðlabankans væru nær því sem gerist í nágrannalöndum okkar.  Látum líka vera að tímamörk endurútreiknings væri svo stuttur, að ekkert fjármálafyrirtæki gat staðið við þau.  Eða í þeim hafi verið svo flóknar skýringar og bráðabrigðaákvæði, að ég efast stórlega um að nokkur nema algjörlega innvígðir og innmúraðir hafi skilið það sem þar stóð.

Ég var einhverju sinni spurður að því hvað mér fannst að Árna Páls lögunum og svaraði á eftirfarandi hátt:

Það var margt að lögunum. Í þeim leyndist eiturpilla um afturvirkni vaxta, að skuldarar gætu skuldað vegna þegar greiddra gjalddaga, að þau væru bara yfirhöfuð afturvirk. Að gamla 18.gr. vaxtalaga hafa verið numin úr gildi. Að sérlögum um sérstakar aðstæður hafi verið blandað inn í almenn lög um vexti og verðtryggingu. Að þau hafi verið óskýr um eitt mikilvægt atriði, þ.e. í hvaða átt þeim væri ætlað að virka. Að ekki hafi verið skilgreint betur, þar sem kröfuréttur er settur inn í lögin, um það hvaða peningakröfu er verið að vísa til. Að gengið hafi verið gegn almennum kröfurétti um að greiðsla sé hinn almenni dauðdagi kröfu. Að ekki hafi verið gerður fyrirvari um að neytandi geti aldrei hafa vangreitt. Að gengið var gegn ákvæðum 2.gr. laga 38/2001 um að horfa til þess sem er til hagsbóta fyrir skuldara. Að gengið hafi verið gegn 36 gr. laga nr. 7/1936 (samningalaga). Að gengið hafi verið gegn 2.mgr. 14.gr. laga 121/1994 lögum um neytendalán. Gæti örugglega talið eitthvað fleira upp, en ég held þú áttir þig á hvað ég á við.

Mín skoðun er, að Árna Páls-lögin hafi aldrei átt að leiða til breytinga á lögum nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, vegna þess að með þeim var hlaðið á almenn lög ákvæði sem þar áttu ekki heima.  Lög nr. 151/2010 breyttu alveg fínum lögum um vexti og verðtryggingu í óskapnað með sex bráðabirgðaákvæðum.  Lögin breyttu 18. gr. laga nr. 38/2001 úr því að vera vernd fyrir neytendur í að vera klafa á neytendum.  Þau gerðu meira og bættu við lög um vexti og verðtryggingu, heildmiklum lagakafla um kröfurétt og samskipti lánveitanda og skuldara sem falla líklegast frekar undir samningalög.

Ekki er ætlunin að fara ofan í hvern einasta lið frumvarpsins[1] í máli nr. 206 á þingskjali 662 sem lagt var fyrir 139. löggjafarþing 11. nóvember 2010 og mælt fyrir af efnahags- og viðskiptaráðherra 17. sama mánaðar[2].  Hér verður fyrst og fremst fjallað um þau atriði sem ágreiningur varð um og við sem börðumst fyrir réttindum neytenda töldu þess eðlis að hallaði verulega á lántaka.

[1] Frumvarpið er að finna á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/139/s/0225.html

[2] Feril málsins er hægt að sjá á vef Alþingis, sjá hér: http://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/?ltg=139&mnr=206

Málsmeðferð

Málið komst ekki til umræðu á Alþingi fyrr en 17. nóvember.  Árni Páll mælti fyrir málinu og byrjar ekki gæfulega, þegar hann segir að ráðuneytið hafi tekið ákvörðun um framlagningu frumvarpsins í kjölfar dómsins 16. september, því í fréttum frá þeim tíma sagði hann að ákvörðun um slíkt hafi verið tekin áður en dómur Hæstaréttar gekk.  Svo má ekki gleyma því, að hann sem félagsmálaráðherra hafði lagt fram frumvarp á vorþingi 2010 um bílalán.  En látum það liggja á milli hluta. 

Ráðherra fór ágætlega yfir helstu atriði frumvarpsins og markmið þess[1]:

1.       að gengisbundin húsnæðislán einstaklinga og öll bílalán verði talin falla í sama flokk óháð orðalagi samninga í hverju og einu tilviki;

2.       allir lántakendur fá því lækkun eftirstöðva lána sinna til samræmis við dóm Hæstaréttar frá 16. september;

3.       hvað heimilin varðar er farin sú leið að skilgreina réttinn við þau veðlán sem uppfylla skilyrði til vaxtabóta;

4.       heimilt verður án álags eða vanefndaafleiðinga að greiða upp skuld af ólögmætu gengisbundnu láni;

5.       sett er regla um uppgjör sem stuðlar að því að allar greiðslur af láni gangi inn á vexti og höfuðstól skuldar og ekki verði heimilað að reikna dráttarvexti eða önnur vanskilaálög af slíkum kröfum við uppgjör;

6.       skuldarar njóta greiðslu dráttarvaxta ef þeir hafa greitt dráttarvexti af bílalánum eða húsnæðislánum á undanförnum árum eða missirum og slíkar greiðslur teljast eins og greiðslur af láninu;

7.       reglur um endurreikning vaxta á þegar greidda gjalddaga eru byggðar á dómi Hæstaréttar í máli nr. 471/2010;

8.       í tilvikum þar sem eigendaskipti hafa orðið og fleiri en einn lántakandi koma að málum er miðað við að sá lántakandi sem varð fyrir tjóni fái það bætt úr hendi viðkomandi lánveitanda;

9.       hafi ábyrgðarmenn greitt af lánum ganga kröfur þeirra fyrir öðrum kröfum og þeir hafa afmarkaðan tíma til þess að setja kröfu sína fram;

10.   lögð er til regla um uppgjör ágreiningsmála ef áhöld eru um hver eigi rétt til endurgreiðslu eða uppgjörs;

11.   fjármálafyrirtækjum er gefinn 60 daga frestur til endurútreiknings og uppgjör skal fara fram innan 90 daga;

12.   lántakendum er gefin tímabundin heimild til að breyta lánum sínum yfir í gild erlend lán;

13.   lántakendur húsnæðislána geta valið milli þess að breyta lánum í verðtryggð eða óverðtryggð lán;

14.   vikið er frá almennum tímafrestum til endurupptöku dómsmála hvað varðar gengisbundin lán;

15.   gert er ráð fyrir sérstökum uppgjörsreglum, þegar lánveitandi hefur þegar leyst til sín bifreið;

16.   gerður er greinarmunur á réttindum einstaklinga og aðila í atvinnurekstri.

Ég læt hér 16 atriði nægja og sleppi nánast alveg atriðum sem snúa að lögaðilum.  Atriði 1 er vissulega sanngirnismál, en dómstólar hentu því út með því að ákveða sjálfstætt hvaða lán töldust lögleg og hvaða lán töldust ólögleg.  Lítið hald varð í þessu atriði.  Varðandi atriði 2, þá veit ég ekki hvernig dómur í máli nr. 471/2010 stuðlaði að „lækkun eftirstöðva“.  Hann í öllum tilfellum hækkaði eftirstöðvar miðað við stöðuna eftir dómana 16. júní 2010.  Atriði 3 reynist ekki halda, því eins og varðandi atriði 1, þá tóku dómstólar sínar sjálfstæðu ákvarðanir.  Atriði 4, 5, 6, 8, 9 og 10 gengu öll upp, en þau falla frekar undir samningalög og kröfurétt, en lög um vexti og verðbætur.  Rétt er að atriði 7 er byggt á niðurstöðu Hæstaréttar í máli nr. 471/2010, en reynsluboltar Hæstaréttar fengu þá ákvörðun í andlitið í hæstaréttardómi í máli nr. 600/2011.  Atriði 11 var allan tímann mjög óraunhæft og tók það lánveitendur í flestum tilfellum mun lengri tíma að endurreikna lánin.  Atriði 12 og 13 voru algjörlega óþörf, þar sem auðvitað þurfti að breyta lánum með ólöglegum ákvæðum.  Ég veit ekki hvort reyndi á atriði 14 eða hvort farið hafi verið eftir atriði 15.  Dómstólar ákváðu svo að sömu reglur giltu um lítil og meðalstór fyrirtæki og einstaklinga.  Jafnvel voru dæmi um að stór fyrirtæki féllu einnig undir þessa reglu.

Ég ætla ekkert að efast um, að tilgangurinn með lagasetningunni var göfugur.  Sá göfugi ásetningur varð að hluta til að engu og Alþingi snuprað í fjölmörgum dómum fyrir að leggja til afturvirka breytingu á samningum. 

[1] Sjá framsöguræðu Árna Páls Árnasonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, í 1. umræðu um 206. mál, 17.11.2010: http://www.althingi.is/altext/139/11/r17150854.sgml

Málinu var vísað til efnahags- og skattanefndar.  Skapaði það nokkra óánægju hjá þingmönnum í viðskiptanefnd, en samkomulag varð um að þeir fengju að fylgjast með framgangi mála og sitja fundi efnahags- og skattanefndar, eins og þeir höfðu tök á.

Á stuttum fundi efnahags- og skattanefndar 18. nóvember lagði formaður til að málið yrði sent út til umsagnar og var óskað eftir að umsagnir bærust í síðasta lagi viku síðar.  Margir umsagnaraðilar fengu í reynd styttri frest, því þeir voru boðaðir á fund nefndarinnar næsta morgun kl. 09.30 eða þar um bil[1].  Ég hef aldrei getað skilið þennan æsing og nær hefði verið að jafn mikilvægt mál og þetta hefði fengið faglegri meðhöndlun þingsins[2]

Nokkrar umsagnir um frumvarpið

Áður en ég fjalla um mína persónulegu skoðun á einstökum atriðum frumvarpsins, vil ég birta það sem kom fram í hinum ýmsu umsögnum.  Alls voru sendar út 69 umsagnarbeiðnir, en innsendar umsagnir voru 32.  Þær er að finna í heild á slóðinni sem fyrr var gefin fyrir feril málsins.

Hér fyrir neðan er gripið inn í nokkrar umsagnir eða efnið þeirra lauslega endursagt:

Alþýðusamband Íslands:  „Frumvarpið er hins vegar flókið og texti þess lítt aðgengilegur og á því kunna þess vegna að vera efnislegir og tæknilegir gallar.  Auk þess er ljóst að með frumvarpinu er fjallað um eignar- og kröfuréttindi sem njóta verndar skv. eignarréttarákvæðum stjórnarskrár.  Af þessum ástæðum hefur ASÍ áhyggjur af því að markmiðum frumvarpsins verði ekki náð án samhliða samninga við fjármálafyrirtækin og þannig leyst fyrirfram úr hugsanlegum ágreiningi um skaðabótaskyldu.“

Sem sagt ASÍ skilar auðu!  Það gerði BSRB líka.

Arion banki: „Bankinn leggur til að bætt verði við 2. gr. lagafrumvarpsins ákvæði sem kveði á um það að þær skyldur, sem settar eru á herðar kröfuhafa í frumvarpinu, hvíli á núverandi kröfuhafa láns. Ennfremur að sá kröfuhafi eigi skýran endurkröfurétt á hendur hverjum fyrri kröfuhöfum láns vegna þeirra ofgreiðslna sem hver þeirra tók á móti vegna lánsins og að tryggt verði að fyrri kröfuhafi standi skil á greiðslum gagnvart núverandi kröfuhafa, jafnvel þó bú fyrri kröfuhafa hafi verið tekið til slitameðferðar. Með þessu móti er reynt að tryggja að núverandi kröfuhafi fái endurgreiddar þær greiðslur sem hann hefur þurft að inna af hendi til skuldara.“

Arion banki vildi geta krafið þrotabú Kaupþings um endurgreiðslu.  Sama og ég hafði ítrekað lagt til allt frá því að við hjá HH bentum á að gengistryggingin væri ólögleg í apríl 2009.

Ása Ólafsdóttir:  „Nú er komið að uppgjöri gengislánasamninga. Það er því uppi spurning um hver eigi að bera hallann af því við uppgjörið, að neytendum var boðið upp á lánasamninga þar sem í voru ákvæði um ógilda verðtryggingu. Þar sem gerð er rík krafa til fjármálafyrirtækja um sérfræðiþekkingu og um vandvirkni í viðskiptum við lántakendur, auk þess sem neytendur voru í góðri trú um að þeir hefðu greitt réttilega af lánum sínum, taldi ég að komast mætti að þeirri niðurstöðu að fjármálafyrirtæki ættu hér að standa við og efna þær tilkynningar sem þau hefðu gefið út við  framkvæmd lánasamninganna, allt fram til þess að gengistryggingin var dæmd ólögmæt.“

Ég hef mikið álit á Ásu og hefur hún ítrekað sýnt, að hún er mjög góður lagaskýrandi.  Hér kemst hún, í tiltölulega stuttu máli, að sömu niðurstöðu og Hæstiréttur komst að í málum nr. 600/2011 og 464/2012, þ.e. um gildi fullnaðarkvittunar.

Borgarahreyfingin: „Markmið stjórnvalda með breytingu á lögum nr. 38/2001 er að tryggja jafnræði og sanngirni. Verður að álíta að þar sé fyrst og fremst átt við neytendur enda væri annað í beinni andstöðu við tilskipun 93/13/EBE. Það kemur því á óvart hve verulega er gengið á rétt neytenda, í framlögðu frumvarpi, til hagsbóta fyrir fjármálafyrirtækin.“

„Þegar á heildina er lítið er illmögulegt að sjá hvernig framlagt frumvarp tryggir jafnræði og sanngirni, Með ákvæðum frumvarpsins er gengið gegn stjórnarskrárbundnum eignarrétti lánþega. Lánþegum er mismunað eftir eðli og meðferð ólögmætra lánasamninga fer samkvæmt frumvarpinu eftir því hver er samningsaðili en ekki hvers eðlis hið ólögmæta ákvæði er.“

Háðið verður ekki meira og skín það víða í gegn í umsögn Borgarahreyfingarinnar sem undirrituð er að Guðmundi Andra Skúlasyni.

Elvira Méndez Pinedo: Umsögn Elviru er að 15 blaðsíðum auk fylgiskjala.  Hún fjallar að miklu leiti um neytendarétt og hvernig sérstaklega afturvirkniákvæði laganna brýtur í bága við stjórnarskrá og Evrópurétt.  Hún segir m.a.:

·        „It will make the consumer partially responsible for the illegal drafting of the contracts by making him/her as the weakest party share the financial consequences of the illegality in spite of his/her acting in good faith and lack of specialized knowledge of financial services and credit mortgage contract law.

·        It will impose upon consumers in favor of the financial institutions a new interest never contemplated in the original contract with legal effects ex tunc (interest decided of the Central Bank of Iceland)

·        It will create a totally new contractual obligation for consumers to pay interest on interest (compound interest) due to the difference between the original interest agreed and the one set by the Central Bank. This compound interest or this charging of unreasonable or relatively high rates of interest - is technically known as “anatocism” - and, when applied to house mortgages, could be even qualified as usury (unjust enrichment) which is prohibited ie. by Spanish law and by European consumer law.“

Elvira er líklegast helsti sérfræðingur landsins í Evrópurétti og evrópskum neytendarétti, en hún var svo sem ekki alveg hlutlaus, þar sem hún stóð sjálf á kafi í málaferlum.  Ég vann talsvert með henni á þessum árum og meiri fagmann hef ég ekki hitt.  Allur rökstuðningur hennar, lagatilvísanir, notkun dómafordæma og bara þekking á bæði íslenskum og evrópskum réttarreglum er óaðfinnanlegt.  Enda fór svo, að það var hennar mál, nr. 600/2011, sem felldi afturvirkni Árna Páls-laganna.  Ef efnahags- og skattanefnd hefði bara borið gæfa til að hlusta á hana og lesa umsögn hennar.  Það hefði sparað blóð, svita og tár, líklegast gjaldþrot, upplausn heimila, nauðungarsölur og kannski eitthvað meira.

Fjármálaeftirlit:  „Á hinn bóginn var ekki ágreiningur á milli málsaðila um tölulegan útreikning hverrar kröfu. Hæstiréttur tók því ekki afstöðu til aðferðarfræði útreikninganna. En aðferðarfræðin sem lá til grundvallar fjórðu varakröfu Lýsingar hf. í  málinu gerði ráð fyrir að hvorki væru lagðir almennir óverðtryggðir vextir Seðlabanka Íslands né dráttarvextir á annars vegar ofgreiðslur stefnda og vangreiðslur hins vegar.“

„..Í framangreindu mati Fjármálaeftirlitsins var ekki gert ráð fyrir því að lánastofnanir gætu reiknað vexti á vangreiðslur.  Möguleg áhrif þessa þáttar verði frumvarpið óbreytt að lögum er að jafnaði minna tap lánastofnana.“

Já, meira að segja Fjármálaeftirlitið hafði ekki fyrirfram það hugmyndaflug, að krefja skuldara um vexti á vangreiðslur, væri um slíkt að ræða.  Reikna ég með, að FME hafi horft til þess að peningakrafan stofnist fyrst við endurútreikninginn og byrji því ekki að vaxtareiknast fyrr en þá.

Laganefnd LMFÍ:  Kom með margar góðar ábendingar, sem nánast allar lutu að því hve óljóst frumvarpið var og kallað á fjölda dómsmála til að leysa úr frekari álitamálum.

Neytendasamtökin: „Þegar litið er til þess að lögum þessum er ætlað að einfalda endurútreikning ólögmætra lánasamninga og skýra réttarstöðu lántakenda verður að viðurkennast að 2. gr. frumvarpsins er í heild nokkuð óljós og þvælin í framsetningu og vandséð hvernig almenningur skuli byggja rétt á henni.“

Úps, þetta var högg fyrir neðan beltisstað, en svo satt. 2. gr. frumvarpsins var raunar gjörsamlega óskiljanleg.

Neytendastofa: „Lög um neytendalán, nr. 121/1994, eiga við um lánssamninga sem lánveitandi gerir í atvinnuskyni við neytendur. Lögunum er ætlað að styrkja stöðu neytenda enda hefur lánveitandinn í slíkum samningum alla jafna sterkari samningsstöðu. Lögin gera almennt ráð fyrir að lánveitandi beri hallan[n] af ófullnægjandi samningsgerð. Þannig er i 14. gr. laganna kveðið á um það að lánveitanda sé eigi heimilt að innheimta vexti eða annan lántökukostnað sé það ekki tilgreint í lánssamningi. Þá er i 15. gr. um það fjallað að veiti lánveitandi neytenda ekki þær upplýsingar sem kveðið er á um i 6. gr., sbr. 5. gr., laganna geti það bakað honum skaðabótaábyrgð.“

Enn eitt álitið um að dómur Hæstaréttar hafi verið rangur.

PwC Legal: „Hins vegar telur PwC Legal að gallar frumvarpsins séu mun fleiri en kostir þess. Það er mat okkar að frumvarpið geti að miklu leyti brotið gegn ákvæðum stjórnarskrár, þá aðallega reglum um eignarrétt neytenda og fyrirtækja. Þá er einnig líklegt að meginefni frumvarpsins feli í sér íþyngjandi afturvirka lagasetningu. Telur PwC Legal að neytendur hafi ríkari neytendavernd með stoð í gildandi löggjöf en með nýja frumvarpinu..

.. [Um 2. gr.] PwC Legal telur að ákvæðið samræmist ekki neytendasjónarmiðum sem fram koma m.a, í 1. mgr. 36. gr. b. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga og í 2. og 3. mgr. 36. gr. c. sömu laga. Ákvæðið getur verið mjög íþyngjandi fyrir neytendur.“

Hér er enn einn aðilinn sem varar við broti gegn stjórnarskrá og íþyngjandi afturvirkum áhrifum.  Já, og „neytendur hafi ríkari neytendavernd í gildandi löggjöf en með nýja frumvarpinu“.  Mér vitanlega var PwC Legal ekki að reka hagsmuna neinna, þó fyrirtækið hafa bæði haft einstaklinga og fyrirtæki í viðskiptum.  Annars er öll umsögn PwC Legal full af góðum ábendingum og hefði efnahags- og viðskiptaráðuneytið betur beðið fyrirtækið um að semja þessa löggjöf, en þá lögfræðistofu sem það gerði[3].

Samtök atvinnulífsins: „Í skýringum við frumvarpið er ósamræmi í umfjöllun um kostnað fjármálafyrirtækjanna vegna dóma Hæstaréttar.  Vitnað er í óbirtar skýrslur Fjármálaeftirlitsins þar sem vænt tap lánastofnanna er í versta falli meið 50 milljarðar króna vegna einstaklinga og 58 milljarðar króna vegna fyrirtækja.  Á öðrum stað kemur fram að bókfært virði lána í erlendri mynt til fyrirtækja sé um 1.000 milljarðar, en kröfuvirði þessara lána sé um 2.360 milljarðar.  Þá má geta þess að samkvæmt Hagtölum Seðlabankans námu gengisbundin lán fyrirtækja 620 milljörðum króna og heimila 105 milljörðum króna í október 2010.

Það er sjálfsögð krafa að frumvarpshöfundar skýri þessa framsetningu betur og tengsl þessara fjárhagsupplýsinga við frumvarpið, einkum í ljósi mats Fjármálaeftirlitsins að tap lánastofnana vegna gengisbundinna lána skiptist nokkurn veginn jafnt á milli einstaklinga og lögaðila.“

Samtök fjármálafyrirtækja:  Eins og með umsagnir bankanna, þá var umsögn SFF frekar lágstemmd, sem mér finnst sýna, að þar á bæ vorum menn hoppandi glaðir.

Seðlabanki Íslands: „Frá sjónarhóli fjármálastöðugleika verður ekki séð að máli skipti hvort gengistryggð lán eru heimil eða bönnuð ef gjaldeyrislán eru heimil. Hvort tveggja, gengistryggð lán og gjaldeyrislán, fela í sér að lántaki getur ýmist varist gjaldeyrisáhættu eða tekið á sig gjaldeyrisáhættu. Ef gengistryggð lán eru bönnuð en gjaldeyrislán leyfð myndi það líklega aðeins leiða til þess að einstaklingar og fyrirtæki sem eiga kost á því að taka lán í erlendum gjaldeyri gera það í stað þess að taka gengistryggt lán. Því gæti fylgt örlítið meiri fyrirhöfn og kostnaður fyrir lántakandann, en að öllum líkindum óverulegur.“

Vissulega var það ákvæði, sem SÍ vísar til, fellt úr frumvarpinu áður en það varð að lögum, en þetta er 100% réttmæt ábending hjá bankanum.  Umsögn bankans var öll hin vandaðasta og hin áhugaverðasta lesning.

Sigurður Hr. Sigurðsson:  „Þó svo að yfirlýstur tilgangur frumvarpsins sé góðra gjalda verður og nauðsynlegt sé að fyrirbyggja að þúsundir neytenda þurfi að leita á náðir dómstóla til að fá ólögmætum lánasamningum sínum hnekkt, er ýmislegt í útfærslu frumvarpsins sem tæpast heldur vatni og er síst til þess fallið að skapa sátt og leiða til sanngirni..

.. Þannig veikir frumvarpið réttarstöðu neytenda í málaferlum gegn kröfuhöfum og fjármálastofnunum þvert á yfirlýst markmið þess sem er m.a. að tryggja sanngirni og réttlæti..

.. Ljóst er að um gífurlega íþyngjandi breytingar yrði að ræða fyrir fjölmarga neytendur sem staðið hafa í skilum og greitt afborganir af lánum sínum í góðri trú..

.. Réttara er að skuldir heimilanna hækka verulega þar sem búast má við því að aukin greiðslubyrði eftir endurútreikning (ex tunc) auk vaxta af mismuninum yrði bætt við höfuðstól lánanna eins og lýst er í 2. gr. Þannig gæti höfuðstóll láns með óskuldbindandi gengistryggingu hækkað í einu stökki um 60% eða meira í kjölfar fyrirhugaðra lagabreytinga.“

Umsögnin er meira og minna öll í þessum dúr og er nánast með ólíkindum, að þessi málflutningur hafi ekki opnað augu meiri hluta efnahags- og skattanefndar.  Sigurður lagið líka fram tölulegt dæmi um áhrifin af afturvirkninni á lán sem tekið var í janúar 2006.  Mun ég skoða þá útreikninga síðar, auk upplýsinga í uppkasti af greinargerð Sigríðar Rutar Júlíusdóttur í áfrýjun þeirra hjóna (Sigurðar og Elvriu) á dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-97/2009 frá 28. september 2010.  Greinargerðin er stútfull af rökum, sem hefðu ekki síður átt að ýta við meirihluta nefndarinnar.

Slitastjórn SPRON/Frjálsa fjárfestingabankans: „Af ofangreindu má ráða að tilgangur með ákvæði þessu virðist vera sá að hafa áhrif á hugsanlegan rétt fyrirtækis vegna viðkomandi lánasamnings og þá þannig að réttur fyrirtækis verði lakari en hefði verið fyrir lagasetningu þessa. Slitastjórn SPRON telur slíka lagasetningu ákaflega hæpna enda hefur viðkomandi fyrirtæki rétt til að láta reyna á réttmæti lagasetningar þessarar fyrir dómstólum. Þá gæti legið fyrir skaðabótaábyrgð ríkisins vegna lagasetningarinnar gagnvart viðkomandi fyrirtæki með vísan til Stjórnarskrár lýðveldisins íslands, sbr. 72. gr..

.. í heild teljum við frumvarp þetta verða flókið og vandasamt í framkvæmd og síst verða til þess að einfalda þau álitaefni sem liggja fyrir um úrlausn á skuldamálum einstaklinga og fyrirtækja. Fyrir liggur álit fjárlagaskrifstofu Fjármálaráðuneytis um að bent hafi verið á að óvissa geti verið fyrir hendi um það hvort lögfesting frumvarpsins muni kalla á skaðabótaskyldu fyrir ríkissjóðs. Í þeim orðum teljum við ekkert ofsagt.“

Eins og annarra fjármálafyrirtækja, var umsögn Slitastjórnar SPRON frekar hófstillt, þó hafa verði í huga, að hagsmunir þeirra væru í raun meiri en annarra fjármálafyrirtækja.  SPRON/FF voru í slitameðferð og um slík fyrirtæki gilda mun strangari reglur um eftirgjöf skulda, en t.d. banka í fullum rekstri.

Sveinn Óskar Sigurðsson:  Hann sendi inn langa umsögn, sem ég hef ekki trú á að nokkur hafi lesið til enda.  Var hún upp á 180 blaðsíður með fylgiskjölum.  Niðurlagsorð umsagnar Sveins voru:

„Að lokum er skorað á efnahags- og skattanefnd að vísa þessu frumvarpi frá eða mælast til þess að Alþingi geri það.

Ef það verður ekki gert er mælst til þess að virðuleg efnahags- og skattanefnd leitist við að rannsaka öll lánaskjöl, láta skrá þau og endurreikna miðað við það sem um hefur veríð samið og taka síðan afstöðu til frumvarpsins í Ijósi þess.“

Ég held að hann hefði ekki þurft að segja mikið meira, en kæmi ekki á óvart þó flestir, sem sendu inn umsagnir, hafi verið sammála þessu.  Málið var illa undirbúið, útreikningar ráðuneytisins voru villandi eða ófullkomnir og frumvarpið var hreinlega illa samið.

Talsmaður neytenda:  Umsögnin var í formi tölvupóstsamskipta og sagði því miður ekki mikið.

Umboðsmaður skuldara:  „Í upphafi er rétt að taka það fram að embætti umboðsmanns skuldara (hér eftir UMS) leggst alfarið gegn því að skuldurum verði í kjölfar endurútreiknings gert að sæta hækkun á eftirstöðvum höfuðstóls, eða eftir atvikum gert að greiða bakreikning t.d. vegna þegar efndrar skuldbindingar.

Flest þau lán sem lögin ná til, eru neytendalán sbr. lög um neytendalán og þær Evrópusambandsgerðir sem snúa að neytendavernd. Sú aðferðafræði sem lögð er til í frumvarpinu um endurútreikning þeirra lána virðist í veigamiklum atriðum ganga gegn þeim skyldum sem íslenska ríkið ber á grundvelli EES-samningsins. Af þeim sökum telur UMS æskilegt að aflað verði ítarlegs logfræðiálits á því hvort frumvarpið sé í samræmi við EES samninginn. Forskoðun UMS bendir til þess að svo sé ekki..

.. Þá fær það ekki staðist að neytendur sem hafa greitt upp lán sín og fengið fullnaðarkvittun þess efnis frá hlutaðeigandi fjármálafyrirtæki, fái nú hugsanlega á grundvelli reglna frumvarpsins bakreikning vegna vangreiðslna. Fullnaðarkvittun hefur verið talin staðfesting fyrir því að kröfuhafi eigi ekki frekari kröfur á hendur skuldara og hafi móttekið greiðslu til fullra efnda á kröfu sinni. Þá er almennt gengið út frá að brostnar forsendur kröfuhafa fyrir útgáfu fullnaðarkvittunarinnar geti engu breytt um síðari kröfur sem kröfuhafi vill halda fram.“

Í heildina góð umsögn hjá umboðsmanni, þar sem sett eru fram góð rök fyrir því að afturvirkniákvæði frumvarpsins gangi ekki upp.

Viðskiptaráð Íslands:  „Viðskiptaráð hvetur til þess að frumvarpið verði tekið til markvissrar skoðunar af Alþingi, í góðu samstarfi við alla hagsmunaaðila. Mikilvægt er að eyða þeirri óvissu sem ríkir um skuldastöðu sem allra fyrst.“

Holl ráð um samstarfs sem algjörlega skorti.  Aðeins var hlustað á annan málsaðilann, þ.e. fjármálafyrirtækin.

Ráðuneytið tekur til varna

Einhverra hluta vegna er það svo, að stjórnarráðið svarar spurningum sem umsagnaraðilar leggja fram í umsögnum sínum.  Það þýðir, að það er framkvæmdavaldið, en ekki löggjafarvaldið, sem er að berjast (ef svo má að orði komast) fyrir því að lög fari óbreytt í gegn um þingið.  Erfitt er að sjá hvernig það uppfyllir skilyrði um þrískiptingu ríkisvaldsins, en það er mun stærra mál.  Það kom því í hlut efnahags- og viðskiptaráðuneytisins, þið vitið ráðuneytisins sem sat á lögfræðiálitum í heilt ár um ólögmælti gengistryggingarinnar, að svara.  Margt í svörum ráðuneytisins er eiginlega svo kostulegt, að um það ætti að fjalla í Áramótaskaupi, en ekki þunglyndislegri umfjöllum um eitt af stóru klúðrum „norrænu velferðarstjórnarinnar“.

Hér eru valin svör:

Nokkrir umsagnaraðilar lýsa yfir áhyggjum af því hvort að ákvæði frumvarpsins standist gagnvart 72. gr. stjórnarskrárinnar þar sem þau geti verið til þess fallin að skerða kröfuréttindi með afturvirkum hætti (ASÍ, Slitastjórn SPRON og fleiri)..

.. Það er ljóst að lagasetning sem felur í sér breytingar á skilmálum lánasamninga getur falið í sér skerðingu á stjórnarskrárvörðum eignaréttindum, að því marki sem breyttir skilmálar lækka höfuðstól eða vexti kröfu. Það þýðir þó að ekki að lagasetning sé ómöguleg, enda hefur verið viðurkennt að löggjafanum sé, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, heimilt að ákveða takmarkanir á eignarrétti án þess að til bótaskyldu stofnist. Í þessu tilviki eru uppi mismunandi skoðanir á því hvort eignaskerðingin geti átt sér stað bótalaust með tilliti til 72. gr. stjórnarskrárinnar.“

Sem sagt, viðurkennt er að lögin eru brot gegn 72. gr. stjórnarskrárinnar.

Mörg mál eru nú fyrir dómstólum og einhver mál bíða dóms í Hæstarétti. Þá hefur héraðsdómur Reykjavíkur óskað eftir ráðgefandi áliti EFTA dómstólsins. Því er ekki ráðlegt að setja lög um efni sem nú er deilt um fyrir dómstólum (Elvira Mendez)..

..Ábendingar hafa komið fram um það að með frumvarpi sem ætlað sé að leysa úr réttarágreiningi sé gengið nærri 2. gr. stjórnarskrárinnar og að færa megi rök fyrir því að með setningu laga sem ætlað sé að skera úr um ágreiningsefni sem eru til meðferðar hjá dómstólum fari löggjafinn út fyrir valdmörk sín og gangi í reynd inn á valdsvið dómstóla, enda sé með slíkri lagasetningu verið að svipta dómstóla því hlutverki sínu að skera úr um réttarágreining sem þar er til meðferðar.“

Já, verið er að ganga nærri sjálfstæði dómstóla með lagasetningunni.

Gerð er athugasemd við að 3. mgr. 2. gr. feli i sér ranga innleiðingu á tilskipun 93/13/EBE um neytendavernd, en í ákvæðinu segir að vexti samkvæmt ákvæðum 1. mgr. skuli reikna frá og með stofndegi peningakröfu, nema samið verði um annað, sbr. 3. gr. og að þetta geti haft í fór með sér bótaskyldu fyrir ríkissjóð. (Borgarahreyfingin) Þá er gerð athugasemd við að frumvarpið fari í mörgum atriðum gegn ákvæðum evrópsk neytendaréttar þar sem það feli i sér ákvæði sem séu ósanngjörn gagnvart neytendum. (Elvira Mendez) Umboðsmaður skuldara leggur til að aflað verði lögfræðiálits um það hvort að frumvarpið sé i samræmi við EES-samninginn. (UMS) Umsagnaraðili bendir á að ákvæði 2. gr. frumvarpsins samræmist ekki neytendasjónarmiðum sem fram koma i 36. gr. samningalaga þar sem ákvæðið geti verið mjög íþyngjandi fyrir neytendur. (PWC) Koma þarf skýrt fram að með lagasetningunni sé ekki verið að útiloka betri rétt neytandans. (Athugasemdir Ásu Ólafsdóttur)..“

Þessum athugasemdum er hreinlega ekki svarað, heldur skýlir ráðuneytið sig bakvið dóm Hæstaréttar og tekur ekki efnilega afstöðu til eins af framangreindum atriðum.

Fyrirvari um að ekki sé verið að útiloka betri rétt neytandans..

Ráðuneytið tekur undir þessi sjónarmið og bendir á ákvæði í lokamálslið 2. mgr. 2. gr. þar sem fram kemur að ákvæðið sé frávíkjanlegt ef samið er um betri kjör skuldara til handa. Telur ráðuneytið að með ákvæðinu sé tryggt að möguleiki neytenda til betri réttar sé til staðar.“

Þetta er raunar sorgleg málsvörn, því með frumvarpinu átti að skerða rétt neytenda mikið.  Hvers vegna áttu neytendur að þurfa að semja sig frá lögunum?  Var ekki nær að setja gólf á skuldir, en þak á kröfur og það yrði hlutverk kröfuhafa að sækja á neytendur frekar en neytenda að leita réttar síns fyrir dómstólum.

Umsögn/álit Hagsmunasamtaka heimilanna (og mitt)

Þar sem frumvarpið er tilraun til að breyta niðurstöðu Hæstaréttar í máli nr. 471/2010 yfir í lög, þá er líklegast best að byrja á umsögninni um dóm Hæstaréttar.  Hún var svo sem ekki flókin.  Hæstiréttur hafði ákveðið að bæta fjármálafyrirtækinu forsendubrest sem hann hafði orðið fyrir (að mati réttarins) við það að ólögleg afurð þess var dæmd ólögleg.  Er slíkt í algjörri andstöðu við neytendarétt.   Ég skrifaði raunar minningagrein um neytendavernd á Íslandi á bloggsíðuna mína í lok september 2010, enda vorum við í stjórn samtakanna sammála um að það ætti 100% við.  Með dóminum og öðrum frá Héraðsdómi Reykjavíkur 12 dögum síðar hafði jarðaför neytendaverndar í reynd farið fram.  Frumvarp Árna Páls var síðan enn frekari staðfesting á því, að neytendavernd ætti að haldast dauð.

Í fjölmörgum þeirra umsagna, sem bárust efnahags- og skattanefnd, var hamrað á neytendaverndinni, en um hana er fjallað í nokkrum lögum sem skipta hér máli.  Í fyrsta lagi í vaxtalögunum sjálfu, nr. 38/2010, en í bæði í 2. gr. og 18. gr. laganna er vísað til réttinda neytenda.  Í 2. gr. er talað um, að alltaf megi víkja frá ákvæðum laganna „til hagsbóta fyrir skuldara“ og í þágildandi 18. gr. er vísað til þess, að hún verji rétt skuldara til að fá ofgreitt fé endurgreitt.  Í öðru lagi eru það samningalög, nr. 7/1936, en 36. gr. þeirra er innleiðinga á neytendaverndartilskipun ESB, 93/11/EC um ósanngjarna skilmála í neytendasamningum, í íslensk lög.  Tilskipunin er hluti a f EES samningnum og þar með eru íslensk stjórnvöld/Alþingi skuldbundin til að tryggja þegnum sínum ekki lakari lagaleg réttindi en getið er í tilskipuninni. Ekki einu sinni Hæstiréttur getur breytt því með úrskurðum sínum. Elvíra fór ítarlega í gegn um þetta í umsögn sinni og það gerði Neytendastofa líka.  Loks eru það lög um neytendalán, nr. 121/1994[4], en í 14. gr. þeirra er fjallað um skyldur lánveitenda og viðurlög, ef þær skyldur eru ekki uppfylltar.  En það er fyrst og fremst 36. gr. samningalaga, sem hér skiptir máli.  Þar sem ég hef fjallað um hana áður, en það var í kaflanum Voru lánin ólögleg?  Dálítið langt að fletta til baka, þannig að ég vil rifja innihald greinarinnar og tveggja undirgreina upp hér:

36. gr. [Samningi má víkja til hliðar í heild eða að hluta, eða breyta, ef það yrði talið ósanngjarnt eða andstætt góðri viðskiptavenju að bera hann fyrir sig, [sbr. þó 36. gr. c].1) Hið sama á við um aðra löggerninga.
Við mat skv. 1. mgr. skal líta til efnis samnings, stöðu samningsaðilja, atvika við samningsgerðina og atvika sem síðar komu til.]2)
   1)L. 14/1995, 1. gr. 2)L. 11/1986, 6. gr.
[36. gr. a. Ákvæði 36. gr. a–d gilda um samninga, m.a. samningsskilmála, sem ekki hefur verið samið um sérstaklega enda séu samningarnir liður í starfsemi annars aðilans, atvinnurekanda, en í meginatriðum ekki liður í starfsemi hins aðilans, neytanda, sbr. þó 36. gr. d. Ákvæðin gilda einnig um samninga milli neytenda sem atvinnurekandi stendur að fyrir annan aðilanna.
Á atvinnurekandanum hvílir sönnunarbyrðin fyrir því að samið hafi verið sérstaklega um samning og hann falli ekki undir 1. mgr.]1)
   1)L. 14/1995, 2. gr.

[36. gr. c. Ákvæði 36. gr. gilda um samninga skv. 1. mgr. 36. gr. a, þó með þeim breytingum sem leiðir af 2. og 3. mgr.
Við mat á því hvort samningur skv. 1. mgr. sé ósanngjarn skal líta til atriða og atvika sem nefnd eru í 2. mgr. 36. gr., m.a. skilmála í öðrum samningi sem hann tengist. Þó skal eigi taka tillit til atvika sem síðar komu til, neytanda í óhag.
Samningur telst ósanngjarn stríði hann gegn góðum viðskiptaháttum og raski til muna jafnvægi milli réttinda og skyldna samningsaðila, neytanda í óhag. Ef slíkum skilmála er vikið til hliðar í heild eða að hluta, eða breytt, skal samningurinn að kröfu neytanda gilda að öðru leyti án breytinga verði hann efndur án skilmálans.]1)
   1)L. 14/1995, 4. gr. 

Svo við skoðum þetta.  Í a-lið segir að gildissviðið sé samningar, sem ekki er samið um sérstaklega, þannig að greinin á við um þá samninga sem falla áttu undir lögin.  Í aðalgreininni, segir að víkja megi samningi til hliðar „í heild eða að hluta, eða breyta, ef það yrði talið ósanngjarnt eða andstætt góðri viðskiptavenju að bera hann fyrir sig“.  Loks í c-lið segir, að samningur teljist „ósanngjarn stríði hann gegn góðum viðskiptaháttum og raski til muna jafnvægi milli réttinda og skyldna samningsaðila, neytanda í óhag“.  Og síðan er haldið áfram: „Ef slíkum skilmála er vikið til hliðar í heild eða að hluta, eða breytt, skal samningurinn að kröfu neytanda gilda að öðru leyti án breytinga verði hann efndur án skilmálans.“  Í þessum tilvitnuðum orðum stóð og féll minn rökstuðningur.  Það átti annað hvort ekki að hrófla við vöxtum lánanna eða það átti að fella þá niður líka.

Hæstiréttur dæmdi hins vegar ekki eftir samningalögum og hann dæmdi ekki eftir lögum um neytendalán, því fór svo að efnahags- og viðskiptaráðuneytið forðaðist þessi tvenn lög við frumvarpsgerðina og efnahags- og skattnefnd í sinni vinnu.

Ég var annar fulltrúa HH á fundi efnahags- og skattanefndar og skrifaði umsögn samtakanna, þrátt fyrir að hafa sagt mig úr stjórn þeirra um þetta leiti.  Umsögn samtakanna er því að stofnunum til líka mín skoðun á málinu.  Þar eru nokkrir meginpunktar:

1.       Hvatt er til þess að leitað sé álits ESA á ákvæðum frumvarpsins.  Okkur skildist að eingöngu dómstólar gætu leitað álits EFTA-dómstólsins og æskilegt hefði verið að Hæstiréttur hefði hleypt þeirri ósk Sveins Óskars Sigurðssonar áfram í máli hans, en hræðsla Hæstaréttar var greinilega svo mikil við að fá allt í hausinn, að hann hafnaði beiðni Héraðsdóms Reykjavíkur um álitið.  Ég vildi að jólahlé þingsins yrði nota til að fá álit ESA, því ekki myndi skipta nokkru máli, hvort lögin yrðu samþykkt í desember eða byrjun febrúar.

2.       Það er ótrúlega vitlaust að ákveða sömu vexti á húsnæðislán til allt að 40 ára og bílalán til að hámarki 7 ára.

3.       Lánveitendum væri í raun gefið vald til að hækka þá vexti sem seðlabankinn safnaði skv. 10. gr. vaxtalaganna, með því einfaldlega að hækka sína eigin vexti.  Engin takmörkun var sett í slíkt í frumvarpinu.

4.       Greiddir gjalddagar eru fortíðin og hana er ekki hægt að endurgera.  Fólk greiddi samkvæmt útsendum, fyrirvaralausum greiðsluseðlum og átti ekki von á því að fá síðar frekari rukkanir.  Kröfuréttur styður þetta.

5.       Lög með íþyngjandi afturvirk áhrif hljóta að vega að neytendavernd og setja alla framkvæmd samninga í óvissu, þar sem neytandinn mun ekki geta treyst því að athugasemdalaust uppgjör teljist fullnægjandi uppgjör vegna atvika sem síðar eiga sér stað og ekki má að nokkru leyti rekja til athafna neytandans. - Þetta atriði er raunar mikilvægara en virðist.  Já, verið var að segja, að engir samningar væru öruggir.  Engar samningsgreiðslur væru öruggar.  Að hægt væri að vera með inngrip ár eða áratugi aftur í tímann í samninga einkaaðila.

6.       Verið er að bæta forsendubrest sterka aðila samningssambandsins, en meðan ekkert var gert vegna forsendubresturs hjá veikari aðilanum.

7.       Verið var að rústa mjög góðri grein vaxtalaganna, sem stóð þó fyrir einhverri neytendavernd.

8.       Að lokum vorum við trú okkar fyrstu hugmyndum um að fortíðin, þ.e. fyrir 1. janúar 2008, væri eitthvað sem ættum ekki að vera að krukka í, heldur bara líta til tímans eftir það.

Ég held ekki að neitt í okkar málflutningi hafi verið ósanngjarnt eða yfirgengilegt.  Ábendingar okkar voru góðar og í baksýnisspeglinum alveg réttar.

Framhald þinglegrar meðferðar

Ég aflaði mér gagna frá Alþingi um meðferð málsins hjá efnahags- og skattanefnd.  Fyrst er kannski rétt að greina frá skipan nefndarinnar.  Aðalmenn voru:

·        Helgi Hjörvar, Samfylking, formaður

·        Álfheiður Ingadóttir, VG, varaformaður

·        Birkir Jón Jónsson, Framsókn

·        Lilja Rafney Magnúsdóttir, VG

·        Magnús Orri Schram, Samfylking

·        Pétur H. Blöndal, Sjálfstæðisflokkur

·        Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Samfylking

·        Tryggvi Þór Herbertsson, Sjálfstæðisflokkur

Fjölmargir aðrir þingmenn sátu fundi nefndarinnar meðan umfjöllun um þetta mál fór fram og ekki voru allir fastir nefndarmenn viðstaddir alla fundi.  Má þar nefna að Álfheiður Ingadóttir var ekki viðstödd fundi þegar fulltrúar neytenda komu fyrir nefndina né þegar Ása Ólafsdóttir mætti.  Í hennar stað kom Auður Lilja Erlingsdóttir.  Birgir Ármannsson leysti af Tryggva Þór Herbertsson á einum fundi.  Þá sátu tveir þingmenn Hreyfingarinnar, þau Margrét Tryggvadóttir og Þór Saari, alla fundi þegar málið var rætt.  Þó yfirleitt ekki nema annað þeirra í hvert sinn.

Alls var málið tekið fyrir á 11 fundum nefndarinnar á tímabilinu frá 15. nóvember til 18. desember.  Líklegast verður það að teljast nokkuð gott, en hafa skal í huga að á 6 fundum komu gestir.  Helgi Hjörvar stjórnaði fundum um málið, allt fram til 16. desember, þegar hann víkur af fundi við umræðu um málið og Álfheiður Ingadóttir, varaformaður, tók við stjórninni.  Tók Helgi eftir það ekki frekar þátt í afgreiðslu málsins, en Kristján L. Möller tók hans sæti.  Áður en Kristján tók sæti, var formaður (þ.e. Álfheiður) búin að gera grein fyrir tillögu meirihluta. (Gert á fundi 17. desember kl. 09.20.)   Á fundi kl. 18.00 sama dag var drögum að nefndaráliti og breytingartillögu dreift.  Á þeim fundi, sem lauk kl. 18.30, sat m.a. Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG, eins og nánast alla aðra fundi, þegar málið var til umfjöllunar.  Klukkutíma síðar, kl. 19.30, var enn boðað til fundar, þar sem formaðurinn (Álfheiður) lagði til að málið væri tekið úr nefnd fyrir 2. umræðu.  Þá var skyndilega Þuríður Backman komin í staðinn fyrir Lilju Rafneyju og skipaði hún nú meirihluta á nefndaráliti.  Mér er sagt að ekki þurfi að lesa neitt sérstakt í þetta, þar sem þingmaður hafi þurft að vera á staðnum til að geta verið á nefndaráliti og mér sýnist á atkvæðagreiðslum daginn eftir, að Lilja Rafney hafi verið farin í jólafrí.

Ég efast ekkert um að þingmenn hafi farið í gegn um þokkalega vinnu vegna málsins.  Staðreyndin er hins vegar sú, að þeir fengu í hendur mjög lélegar upplýsingar frá ráðuneytinu um áhrif laganna á skuldara.    Sýnidæmi í greinargerð með frumvarpinu var heldur einfalt og ekki er víst hvernig það var reiknað.  Björn Rúnar Guðmundsson frá efnahags- og viðskiptaráðuneytinu kom á fund nefndarinnar kl. 18.00 17/11 til að skýra útreikninga ráðuneytisins betur, en þeir útreikningar fundust ekki í gögnum nefndarinnar, þegar eftir þeim var leitað.  Margrét Tryggvadóttir tjáði mér í einkasamtali að þeir hafi ekki sýnt neitt sem byggjandi var á og alls ekki svo hægt væri að afgreiða málið úr nefndinni, eins og var gert klukkutíma síðar. 

Sigurður Hr. Sigurðsson og Umboðsmaður skuldara skiluðu hins vegar útreikningum, sem sýndu sumir ákaflega neikvæða niðurstöðu fyrir skuldara, þó það væri ekki algilt.  Rýma tölur þeirra alveg við útreikninga sem ég hafði framkvæmt og hef vísað til áður.  Skoðum dæmin þeirra:

Dæmi 1:  Lán tekið í janúar 2002.  Upphaflegur höfuðstóll 10.000.000 kr. til helminga í japönskum jenum og svissneskum frönkum.  Greitt var af láninu og lokagjalddagi 3. desember 2009.  Lánið var endurreiknað og skuldari skuldaði 8,3 m.kr.

Dæmi 2: Lán tekið 1. júní 2006, lokagjalddagi 05.05.2011.  Höfuðstóll 1.858.468, blönduð myntkarfa til helminga á móti íslenskum krónum.  Eftirstöðvar fyrir endurútreikning 921.883 kr., en 635.586 kr. eftir.  Samtals vangreitt 166.007 kr.

Dæmi 3: Lán tekið 01.08.2007, lokagjalddagi 05.07.2014.  Höfuðstóll 2.521.754 kr. til helminga japönsk jen og svissneskir frankar.  Eftirstöðvar fyrir endurútreikning 4.718.484 kr., en 1.684.570 kr. eftir.  Samtals vangreitt 693 kr.

Dæmi 4: Lán tekið 26.01.2006 til 30 ára.  Höfuðstóll 19.200.000 kr. myntkarfa.  Greiðslur til og með 02.04.2010 6.681.901 kr., endurútreiknaðar greiðslur hefðu orðið 14.004.487 kr.  Eftirstöðvar ekki tilgreindar.  Lántaki skuldar 7.322.586 kr. vegna þegar greiddra gjalddaga.

Á þessum dæmum sést að skuldarar eru mjög missettir gagnvart þeim áhrifum sem frumvarpinu var ætlað að hafa.  Eftir því sem lengra líður frá lántöku eru áhrifin neikvæðari fyrir lántaka.  Vissulega þessu flestu snúið við með dómi Hæstaréttar í máli nr. 600/2011, en það var eitthvað sem ekki var í hendi við gildistöku laganna.

Líkt og áður er vikið að var 206. mál - vextir og verðtrygging o.fl. tekið úr nefnd á fundi efnahags- og skattanefndar kr. 19.30, föstudaginn 17. desember og vísað til 2. umræðu.  Var það gert í ósátt við minnihluta nefndarinnar, eins og kom fram í ræðu Margrétar Tryggvadóttur, þingmanns Hreyfingarinnar, við 2. umræðu.  Hún fullyrti einnig að málið hafi komið „vanbúið inn í nefndina og það fór vanbúið út úr henni“. 

Eitt mál verð ég að nefna, en það er spurningin um hæfi Álfheiðar Ingadóttur til að taka þátt í afgreiðslu þess.  Hún skrifar undir meirihlutaálit sem formann efnahags- og skattanefndar í forföllum Helga Hjörvar. Mín skoðun er að hún hafi verið vanhæf til að fjalla um málið.  Hún hefði átt að víkja sæti við umfjöllun málsins, þar sem það byggði of mikið á dómsmálum tengt eiginmanni hennar.  Sá heitir Sigurmar K. Albertsson, lögmaður Lýsingar í málum nr. 153/2010 og 471/2010 og SP-fjármögnunar í máli 92/2010[5].  En kannski gera reglur Alþingis ekki ráð fyrir vanhæfi af þessum toga.  Mér er t.d. sagt að Helgi Hjörvar, sem var formaður efnahags- og skattanefndar, hafi ekki treyst sér til að styðja málið, þrátt fyrir að hafa stýrt því, og sagt sig að lokum frá því á þeirri forsendu að hann væri sjálfur með gengistryggt lán.  Hafi hann sagt sig frá málinu af þeirri ástæðu, þá er það virðingarvert, en að eiginkona mannsins, sem kom öllu í kring, hafi ekki gert það, er stórfurðulegt.  Mannsins sem valdi leikvöllinn, valdi málið, valdi verjandann, valdi dómskröfur og stillti upp öllum gildrunum sem Hæstiréttur féll í. 

Alþingismenn eru vissulega oft settir í þá þröngu stöðu, að fjalla um mál sem tengjast þeirra eigin hagsmunum.  Þeim er ætlað að ákveða sjálfir hvenær þeir eru hæfir til þátttöku í meðferð máls og hvenær ekki.  Ég geri svo sem greinarmun á því að taka þátt í umræðu og að taka þátt í afgreiðslu.  Ljóst er að Álfheiði Ingadóttur þótti ekkert athugavert að fjalla um mál inni í þingnefnd og skrifa undir sem formaður nefndar, þegar málið snertir jafn mikið hagsmuni eiginmanns hennar og raun bar vitni. Er nánast runnið undan hans rifjum.  Mér finnst þetta óeðlilegt og bara verið til að varpa vafa á hlutlægi afgreiðslunnar.  Er ég líka nokkuð viss um að þetta sé í andstöðu við stjórnsýslulög, en þau ná því miður ekki yfir Alþingi.  Mér finnst hins vegar sjálfsagt að þingmenn geri ekki minni kröfur til sín, en þeir gera til annarra um hæfi við umfjöllun mála.

Ekkert er óeðlilegt við það, að heyrst hafi raddir, sem efuðust um að hér hafi átt sér stað hlutlaus afgreiðsla.  Sérstaklega þegar haft er í huga að formaður nefndarinnar treysti sér ekki til að styðja niðurstöðuna.[6] Er nánast kaldhæðnislegt, að tveir fyrrverandi varaþingmenn Alþýðubandalagsins sáluga, þ.e. Álfheiður Ingadóttir og Þuríður Backman, hafi gengið í björg auðvaldsins, til að tryggja fjármálafyrirtækjunum ofurgróða.  Og líkt og ýmsir skoðanabræður þeirra í gömlu Austur-Evrópu, þá létu þær ekki trufla sig að með lögunum væri gengið á stjórnarskrárvarinn rétt skuldara, eins og er viðurkennt í svari efnahags- og viðskiptaráðuneytisins við umsögnum sem bárust[7].  Þeim til málsbóta er þó rétt að nefna, að í áliti meiri hluta segir á einum stað:

,,Ekki er í frumvarpinu tekin afstaða til þess hvort og hversu langt aftur í tímann heimilt sé að beita endurútreikningi skv. 3. gr. frumvarpsins á samninga sem gerðir hafa verið upp fyrir dóm Hæstaréttar frá 16. júní 2010 og er því miðað við að það ráðist af almennum reglum.“

En þetta á eingöngu við um samninga sem gerðir hafa verið upp, ekki þá sem enn var verið að greiða af.

Spurningin er hverju þessi tengsl breyttu eða hvort þau breyttu einhverju.  Mér sýnist við yfirferð upplýsinga, að alls konar atriði hafi ekki verið tekin til skoðunar, s.s. ítarleg greinargerð Dr. Elviru Méndez Pinedo og Sigurðar Hr. Sigurðsson, þar sem mjög vel er farið yfir hvernig lögin stangast á við neytendarétt í Evrópurétti, og ábending okkar hjá Hagsmunasamtökum heimilanna, að leitað yrði álits EFTA-dómstóls eða ESA varðandi hvorutveggja afturvirkni laganna og að yfirhöfuð væri hægt að breyta vöxtum áður gengistryggðra lána.  Ábendingar fjölmargra aðila um brot á stjórnarskrárvörðum eignarétti voru hunsuð.  Einfalt og skýrt álit Ásu Ólafsdóttur var líka hunsað.  Varnaðarorð umboðsmanns skuldara og talsmanns neytenda voru höfð að engu.  Til hvers er Alþingi að kalla eftir umsögnum þeirra sem eru í andstöðu við ríkjandi meirihluta á þingi, ef slíkar umsagnir eru hvort eð er hunsaðar?  Greinilega toppurinn á sýndarmennskunni og hægt er að haka við, að allir hafi fengið að senda inn umsögn.  Verð að viðurkenna, að ég missti allt traust á Alþingi vegna afgreiðslu þessa frumvarps og það hefur ekki komið aftur.

Meirihluti efnahags- og skattanefndar tók málið úr nefnd, eins og sagt er, að kvöldi 17. desember í óþökk minnihluta nefndar, sem taldi málið ekki tilbúið.  Aðeins kom fram álit frá meirihlutanum, sem verður að teljast frekar undarlegt, þegar um svona stór mál er að ræða.  Ýtir það undir orð Margrétar Tryggvadóttur, sem ég vitnaði í að framan, að málið hafi verið „rifið“ út úr nefnd.  Þór Saari lagði fram breytingartillögu, en hún var felld.

2. umræða

Vil ég ljúka þessum skrifum umfjöllun efnahags- og skattanefndar á 206. máli með því að vitna í nefndarálit meirihluta og síðan nokkur ummæli í 2. umræðu.  Fyrst tilvitnunin í álit meirihluta:

Niðurstaða Hæstaréttar um að heimila endurútreikning láns frá upphafi og miða vexti við 1. málsl. 4. gr. laga um vexti og verðtryggingu hefur komið mörgum á óvart. Ráðuneytið hefur ítrekað lagt áherslu á að frumvarpið sé í samræmi við niðurstöðu Hæstaréttar og að undirliggjandi sjónarmið sé að staða þeirra sem tekið hafi ólögmætt gengistryggt lán verði gerð sambærileg við stöðu þeirra sem tóku sams konar íslensk lán á sama tíma.

Við tók um eins og hálfs tíma umræða í þingsal.  Álfheiður Ingadóttir flutti framsögu með áliti meirihlutans og sagði ýmislegt áhugavert.  Hér eru nokkur brot úr ræðu hennar:

..Markmið frumvarpsins er að draga úr óvissu um uppgjör á lánum sem tengd eru eða voru gengi erlendra gjaldmiðla í kjölfar dóma Hæstaréttar frá því í júní og september á þessu ári...

.. Enda þótt dómarnir hafi í sjálfu sér létt af mestu óvissunni hefur komið í ljós að lánasamningarnir sem eru undirliggjandi eru ekki allir sambærilegir og stundum virðist jafnvel tilviljun hafa ráðið hvers kyns eyðublað var notað og því óvíst að jafnræði verði tryggt meðal skuldara..

.. Samkomulag var reynt og var það flókið úrlausnarefni. Öllum má vera ljóst að ef leysa ætti öll fordæmi í frumskógi þeirra ólíku lánasamninga sem tengdir voru gengi erlendra gjaldmiðla fyrir dómi gætu slík dómsmál skipt tugum, jafnvel hundruðum og niðurstaða dregist á langinn um eitt eða fleiri ár..

Um þetta er það að segja, að frumvarpið jók óvissu á mörgum sviðum, en dró ekki úr henni.  Rétt er að nánast er tilviljun sem réð því á endanum hverjir töldust hafa verið með ólöglega gengistryggingu og hverjir með „löglega“.  Málið er að frumvarpið tók ekki á því og breytti í engu hvernig dómstólar gerðu slíkan greinarmun.  Til þess vantaði leiðbeiningar eða lögskýringu með frumvarpinu, þannig að skýrt væri t.d. að væri upphæð láns í sléttum tölum upp á hundruð þúsunda eða milljónir í íslenskum krónum eða erlendar upphæðir tilgreindar þannig að augljóslega væru þær reiknaðar út frá slíkum upphæðum í íslenskum krónum, þá væri skýrt að um ólöglegt gengistryggt lán væri að ræða[8].  Ég verð að viðurkenna, að ég hef aldrei heyrt af því að reynt hafi verið að ná samkomulagi við lánveitendur.  Það var lagt til eftir dómana í júní, en þökk sé Sigurmar K. Albertssyni þá fór sú vinna aldrei í gang.  Hann ákvað að „redda“ fjármálafyrirtækjunum svona upp á sitt eins dæmi, en bjó í staðinn til eitthvert stærsta dómsklúður í sögu Hæstaréttar.  Loks, þá telst mér til að þegar hafi gengið minnst 70 hæstaréttardómar, þar sem fjallað er beint um gengistryggða lánssamninga, og einhverjir 20-30 í viðbót, þar sem gengistryggðir lánssamningar eru tengdir málum.  Þessi mál eru enn í gangi, þó málum einstaklinga hafi farið fækkandi.  Óskir formanns efnahags- og skattanefndar um að frumvarpið reddaði öllu varð því að engu.

Margrét Tryggvadóttir var nokkuð harðorð í ræðu sinni, þó hún hafi sagst ætla að hemja sig:

.. Vilji maður gagnrýna frumvarpið er af nógu að taka...En það er ekki oft sem maður fær verulega slæma tilfinningu fyrir einhverju máli eins og nú og sú tilfinning hefur bara vaxið eftir því sem málið er skoðað meira og betur og fleiri umsagnir lesnar og talað við fleiri umsagnaraðila. Ég hef aldrei áður heyrt jafnmarga finna einu máli jafnmargt til foráttu.

Einn umsagnaraðili orðaði það svo að það væri hægt að höfða dómsmál vegna hverrar einustu greinar í frumvarpinu..

.. Í þessu frumvarpi finnst mér verið að umbuna lögbrjótunum, fjármálafyrirtækjunum sem buðu upp á lán sem þeir vissu að voru ólögleg, um leið og þeir rændu bankana innan frá og tóku stöðu gegn krónunni en neytendur, lántakendur, sitja uppi með tjónið. Það er ekkert réttlæti á Íslandi. Kostnaðinum við hrunið er velt yfir á almenning og skuldsett heimili og þau eiga að borga.

Ætti svo sem ekki að koma neinum á óvart, að ég hef engu við þetta að bæta.

Síðustu ræðuna hélt Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, og þar skýrði hann út hvers vegna ekki var hægt að vanda málið betur:

Það eru margir sem bíða eftir þessari löggjöf, það liggur t.d. fyrir að til hennar er vísað í nýlegu samkomulagi ríkisstjórnarinnar við Samtök fjármálafyrirtækja og lífeyrissjóðina. Þar er beðið eftir löggjöfinni til að menn geti komist að niðurstöðu um við hvað beri að miða þegar kemur að því að lækka skuldsetningu fólks niður í 110% af verðmæti eigna. Þess vegna verður það að liggja fyrir og því verður ekki frestað. Það er líka ljóst að löggjöfin er í samræmi við það sem almennt er gert á markaðnum núna.

Já, afgreiða þurfti illa undirbúið mál, vegna þess að ríkisstjórnin hafði lofað í byrjun desember að löggjöfin yrði tilbúin fljótt.  Þessi illa undirbúna löggjöf átti eftir að kosta fjármálafyrirtækin og lántaka ómældan tíma og kostnað, vegna þess að reglulega voru fjármálafyrirtækin gerð afturreka með útreikninga sína í dómsölum.  Ég held raunar að ekki séu öll kurl komin til grafar.

En frumvarpið varð að lögum og tóku þau gildi 28. desember 2010.  Laganúmerið, nr. 151/2010, er vel þekkt, en almennt ganga þau þó undir heitinu Árna Páls-lögin.  Þau verða hans arfleifð í stjórnmálunum.  Stjórnmálaferils sem virðist á enda, eftir úrslitum kosninganna í október 2016 að dæma.


[1] Fyrirvarinn var svo stuttur, að hringt var í mig frá nefndarsviði Alþingis síðdegis á fimmtudeginum til að óska eftir fulltrúa frá HH á fundinn morguninn eftir.  Var þetta í hæsta máta óeðlilegt, þar sem venjulega var sendur tölvupóstur á netfang HH eða haft samband við formann samtakanna, sem var Friðrik Ó. Friðriksson.

[2] Fulltrúar stjórnarandstöðuflokkanna í efnahags- og skattanefnd létu bóka að við lokafgreiðslu að þeir töldu afgreiðsla málsins ekki tímabæra og Tryggvi Þór Herbertsson, annarra tveggja þingmanna Sjálfstæðisflokksins í nefndinni, lét bóka þá afstöðu sína, að vinna þyrfti málið betur áður en það yrði afgreitt.

[3] Samkvæmt fundargerðum efnahags- og skattanefndar, þá virðist sem lögmannsstofan Landslög hafi samið frumvarpið og hjá stofunni hafi Jóhannes Karl Sveinsson og Áslaug Árnadóttir haft veg og vanda af því.  Munið að þetta er hinn sami Jóhannes Karl, sem sat í samninganefnd vegna samninga við kröfuhafa og lét efnahags- og viðskiptaráðuneytinu til lögfræðiálit (minnisblað) í kjölfar dómanna 16. júní (sjá kaflann Minnisblað Jóhannesar Karls Sveinssonar 20. júní 2010).  Rifjum að þar bar Jóhannes Karl sífellt saman lagaákvæði, þar sem talað var um jafngilda aðila, en um þá gilda almennt aðrar reglur en um samninga milli fagaðila og neytenda.  Ég veit ekki hvort hann hafi haft álit Aðalsteins E. Jónassonar til hliðsjónar, en fingraför þess eru á textanum.  En talandi um Aðalstein og LEX sem hann vann/vinnur hjá, þá vekur það furðu, að jafn virk lögmannsstofa og LEX, hafi ekki séð sér fært að senda inn umsögn.

[4] Síðan hafa verið sett ný lög um neytendalán, en þetta voru þágildandi lög.

[5] Sigurður Hr. Sigurðsson vakti fyrst athygli mína á þessu í athugasemd við bloggfærslu hjá mér 28.12.2010, daginn sem lögin voru samþykkt.  Þá sagði hann á sinn smekkvísa hátt:  „Svo hlýtur maður að lyfta brúnum all rækilega yfir því að formaður efnahags- og skattanefndar (sem fjallaði um frumvarpið) skuli deila borði og sæng með lögmanni Lýsingar sem rak hið "fordæmisgefandi" mál sem frumvarpið byggir á. Hefði ekki verið smekklegra að víkja sæti í ljósi þess?“  Margrét Tryggvadóttir bætti síðan við eftirfarandi athugasemd: „Helgi Hjörvar sagði sig frá málinu sem formaður efnahags- og skattanefndar í orði vegna þess að hann sagðist hafa hagsmuna að gæta sem lánþegi en þó grunar mig að það hafi aðallega verið vegna þess að hann var ósammála þessari aðferðarfræði. Álfheiður var því starfandi formaður við afgreiðslu þessa frumvarps eins og sjá má á nefndarálitum, og keyrði það í gegn með meirihlutaofbeldi en málið var tekið út úr nefnd í óþökk minni hlutans. Ef einhver væri vanhæfur til að vinna þetta mál hlýtur það að vera maki lögmannsins sem rekið hefur flest málin fyrir fjármögnunarfyrirtækin.“  Og mín viðbrögð voru: „Þetta setur ennþá áhugaverðari snúning á þetta mál, Margrét.  Mér datt ekki í hug að fólk væri svona, mér liggur við að segja, vitlaust.  Helgi sagði sig frá málinu vegna "eigin hagsmuna", en Álfheiður sem hefur 100 sinnum meiri hagsmuni undir keyrir málið í gegn með yfirgangi.  Eru VG-liðar alveg búnir að selja sál sína fyrir völdin. Ef einhver var vanhæf til að fjalla um málið, þá var það Álfheiður, þar sem maðurinn hennar hafði lagt fyrir bæði héraðsdóm og Hæstarétt kröfugerð sem er í raun og veru uppistaðan í frumvarpi Árna Páls.  Kann fólk ekki að skammast sín?“

[6] Ég komst að því, eftir að hafa ritað þennan texta, að Margrét Tryggvadóttir, þáverandi þingmaður Hreyfingarinnar, hafði nánast sagt þetta sama í þingræðu á Alþingi, þegar umræða um 9. mál á 140. löggjafarþingi 6. október 2011, http://www.althingi.is/altext/raeda/140/rad20111006T150734.html.  Mun ég fjalla nánar um orð hennar, þegar ég fjalla um frumvarpið sem þarna var til umræðu, þó það hafi ekki hlotið brautargengi.

[7] Fjallað er almennt um viðbrögðin í undirkaflanum Ráðuneytið tekur til varnar, í textanum sem vísað er til segir m.a.: „Það er ljóst að lagasetning sem felur í sér breytingar á skilmálum lánasamninga getur falið í sér skerðingu á stjórnarskrárvörðum eignaréttindum..“

[8] Það sækir enginn um lán upp á JPY 1.234.567 eða CHF 109.876.  Sótt er um 1.200.000 JPY og 110.000 CHF, ef í raun og veru er verið að sækja um lán í mynt.  Því hefði löggjafinn átt að veita dómstólum leiðbeiningar um að það hafi verið lánsumsóknin, en ekki lánsformið, sem ráða átti því hvort lán var ólöglegt gengistryggt lán eða löglegt gjaldeyrislán.